Völsungur mætir Þór/KA í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna

Dregið var í 16 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og þar var Völsungur í pottinum.

Völsungur mætir Þór/KA í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 228

Dregið var í 16 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og þar var Völsungur í pottinum.

Völsungur drógst á móti Þór/KA en liðin úr Pepsi Max deildinni koma inn í keppnina núna.

"Þetta er bara spennandi verkefni og frábært að fá leik á móti svona stórliði eins og Þór/KA. Hefði nú samt verið mjög gott að fá heimaleik en nú þurfa Húsvíkingar bara að fjölmenna á Akureyri og styðja okkur. Allt getur gerst í bikarnum" sagði Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði Völsungs í spjalli við 640.is í dag.

Leikurinn fer fram föstudaginn 31. maí eða laugardaginn 1. júní en Þór/KA á heimaleik eins og áður kemur fram, sannkallaður Norðurlandsslagur.

Hér má sjá dráttinn í heild sinni.

Þess má geta að Jóney Ósk Sigurjónsdóttir hefur skipt yfir í Aftureldingu.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744