Völsungur - Íslandsmeistarar í 3.fl. kvenna í blaki

Helgina 29. feb. til 1. mars sl. tóku 3. flokkar Völsungs í blaki þátt í þriðju og síðustu leikjahelgi Íslandsmóts BLÍ veturinn 2019-2020.

Völsungur - Íslandsmeistarar í 3.fl. kvenna í blaki
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 105

Íslandsmeistarar Völsungs í blaki.
Íslandsmeistarar Völsungs í blaki.

Helgina 29. feb. til 1. mars sl. tóku 3. flokkar Völsungs í blaki þátt í þriðju og síðustu leikjahelgi Íslandsmóts BLÍ veturinn 2019-2020. 

Mikið var í húfi þar sem strákarnir gátu tryggt sér annað sætið á Íslandsmótinu en stelpurnar höfðu augastað á sjálfum Íslandsmeist-aratiltlinum.

Skemmst er frá því að segja að liðunum tókst ætlunarverk sitt og það með sóma.

Gerðu strákarnir sér lítið fyrir og unnu 3 af fjórum leikjum helginarinnar og þ.á.m. sjálfa Íslandsmeistarana í Þrótti Nes í hörku leik en það dugði þó ekki til að velta þeim úr efsta sætinu og silfurverðlaun því niðurstaðan.

Stelpurnar unnu alla sína leiki með miklum yfirburðum og má segja að þær séu í algjörum sérflokki í sínum aldursflokki á landsvísu.

Á heimasíðu Völsungs er þessum snillingum óskað til hamingju með frábæran árangur í vetur og það verður virkilega gaman að sjá þau blómstra í sinni íþrótt í framtíðinni.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744