Völsungur hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ

Völsungur hlaut Jafnréttissverðlaun KSÍ á 74. ársþingi sam­bands­ins sem haldið er þessa stund­ina í Ólafs­vík.

Völsungur hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 163

Völsungur hlaut Jafnréttis-sverðlaun KSÍ á 74. ársþingi sam­bands­ins sem haldið er þessa stund­ina í Ólafs­vík.

"Íþróttafélagið Völsungur hefur mörg undanfarin ár unnið framúrskarandi uppeldisstarf í yngri flokkum félagsins, bæði hjá stúlkum og drengjum, svo eftir er tekið. Sérstaklega hefur mikil aukning iðkenda verið hlutfallslega hjá stúlkum. 

Tæplega 200 iðkendur eru hjá yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt og sendir félagið lið til keppni í Íslandsmóti hjá báðum kynjum í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk. Á grunni þessa öfluga yngri flokka starfs eru meistaraflokkar Völsungs að langmestu leiti byggðir upp á heimaleikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deildina síðasta sumar og karlaliðið er öflugt 2. deildarlið.

Völsungur er gott dæmi um félag þar sem áhersla á öflugt yngri flokka starf, jafnrétti og sjálfbærni í starfseminni er grunnurinn að innviðauppbyggingu til framtíðar og er fyrirmynd fyrir aðra" segir í frétt á vef KSÍ.

Þá hlaut meistaraflokkur karla háttvísisverðlaun 2.deildar fyrir tímabilið 2019.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744