Völsungar komu heim með sex stig í farteskinu

Völsungsstúlkur gerðu góða ferð suður yfir heiðar um helgina þar sem þær spiluðu tvo leiki í 1.deild Íslandsmótsins í blaki.

Völsungar komu heim með sex stig í farteskinu
Íþróttir - - Lestrar 340

Sigri fagnað.
Sigri fagnað.

Völsungsstúlkur gerðu góða ferð suður yfir heiðar um helgina þar sem þær spiluðu tvo leiki í 1.deild Íslandsmótsins í blaki.

Þær sigruðu báða leikina nokkuð örugglega og komu heim með sex stig í farteskinu

Hið unga lið Völsungs situr nú á toppi deildarinnar með 21 stig eftir átta leiki.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Kristey Hallsdóttir átti stórleik gegn Aftureldingu B.

Á föstudagskvöldinu lék liðið við Aftureldingu-B og sigraði 3-0 þar sem uppspilarinn stórefnilegi Kristey Hallsdóttir átti mjög góðan leik. Hún stýrði frábærum sóknaleik liðsins þar sem Tamara Kaposi-Pető og Sigrún Marta Jónsdóttir voru stigahæstar. Tamara var með 18 stig og Sigrún Marta með 10 stig.

Á laugardaginn var leikið við reynslumikið lið Ýmis og vannst sá leikur 3-1. Stigahæstar voru Tamara með 27 stig og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir með 14 stig. 

Ljósmynd - Aðsend

Næsti leikur er bikarleikur, Lið Álftaness kemur í heimsókn til Húsavíkur nk. laugardag 6. mars og hefst leikurinn kl. 15.00. 

Stelpurnar treysta á öflugan stuðning þar sem sæti í undanúrslitum bikar-keppni BLÍ er í boði fyrir sigurliðið !

Áfram Völsungur


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744