Visit Húsavík smáforritið komið út

Húsavíkurstofa kynnir nýtt app sem er afrakstur sumarverkefnis háskólanema á vegum Þekkingarnets Þingeyinga í sumar. Nú er hægt að nálgast Visit Húsavík

Visit Húsavík smáforritið komið út
Fréttatilkynning - - Lestrar 229

Húsavíkurstofa kynnir nýtt app sem er afrakstur sumarverkefnis háskólanema á vegum Þekkingarnets Þingeyinga í sumar. Nú er hægt að nálgast Visit Húsavík smáforritið fyrir Android og iOS stýrikerfi. Smáforritið gefur íbúum og ferðamönnum möguleikan að hafa “Húsavík í vasanum”.

Hugmyndin byggist á að auðvelda ferðamönnum aðgengi að upplýsingum um afþreyingu og þjónustu á svæðinu. Smáforritið byggir meðal annars á upplýsingum af heimasíðu Húsavíkurstofu (www.visithusavik.is).

Í smáforritinu má ekki aðeins nálgast upplýsingar um afþreyingu og þjónustu heldur líka er hægt að kynna sér gönguleiðir og ganga um bæinn með hljóðleiðsögn. Í smáforritinu birtast áhugaverðir staðir og notandinn getur hlustað á stutta sögu um hvern og einn staðinn. Notendur geta opnað gagnvirkt kort og fylgt eftir þessum leiðum í gegnum bæinn.

Það tók teymið tíu vikur að fullklára smáforritið sem er eins og áður var komið inn á, fáanlegt bæði fyrir Android og iOS stýrikerfin og má finna ef slegið er inn “Visit Húsavík” í Play eða App Store.

Tölvunarfræðineminn Sandra Björk Arnarsdóttir forritaði smáforritið og vann að því ásamt Þórdísi Öldu Ólafsdóttur. Páll Hlíðar Svavarsson sá síðan um upplýsingaöflun og framkvæmd sögugöngunnar í smáforritinu. Húsavíkurstofa þakkar þeim fyrir vel unnin störf og einnig Þekkingarneti Þingeyinga fyrir samstarfið.

Eins og er þá er smáforritið og sögugangan aðeins á ensku.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744