Vatnamýs í Ţistilfirđi

Sumariđ 2016 tóku ábúendur á Borgum í Ţistilfirđi eftir sérkennilegum kúlum viđ bakka Kollavíkurvatns.

Fréttir

Vatnamýs í Ţistilfirđi
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 272 - Athugasemdir (0)

Vatnamýs. Ljósmynd nna.is
Vatnamýs. Ljósmynd nna.is

Sumariđ 2016 tóku ábúendur á Borgum í Ţistilfirđi eftir sérkennilegum kúlum viđ bakka Kollavíkurvatns. 

Á dögunum höfđu ţau samband viđ Náttúrustofu Norđausturlands sem mćtti á stađinn og stađfesti grun ţeirra um ađ ţarna vćri um svokallađar vatnamýs ađ rćđa. Teknar voru myndir og sýni til nánari skođunar.

Vatnamýs eru fremur sjaldgćf fyrirbćri á Íslandi en ţćr myndast ţegar mosi veltist í ferskvatni vegna ölduhreyfinga í stöđuvötnum eđa vegna strauma í straumvötnum. Myndast ţá vöndlar sem oft verđa kúlulaga en geta líka veriđ sívalningar eđa sporöskjulaga. Vatnamýs geta veriđ allt frá 20 mm upp í 195 mm ađ ţvermáli/lengd. Vatnamýsnar finnast yfirleitt viđ vatns- eđa árbakka en í sumum tilfellum hafa ţćr ţó fundist í sjávarfjörum og hafa ţá borist til sjávar međ straumvötnum.

Af vatnamúsum eru til tvenns konar afbrigđi, annars vegar vöndlar úr dauđum eđa deyjandi mosa og hins vegar úr lifandi mosa. Vatnamýs sem myndast hafa úr lifandi mosa hafa einungis fundist einu sinni hér á landi, viđ bakka Hraunsfjarđarvatns á Snćfellsnesi áriđ 2006. Fyrstu heimildir hér á landi um vatnamýs úr dauđum mosa eru frá árinu 1969 en ţá fundust vatnamýs í tveimur vötnum, Holtavörđuvatni á Holtavörđuheiđi og Hádegisvatni í Bitrufirđi. Í lok árs 2015 voru fundarstađirnir orđnir 17 talsins víđs vegar um landiđ, ţar af fimm í Ţistilfirđi. (nna.is)

Nánar má lesa um vatnamýs hér.


Engar umrćđur fundust fyrir ţessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744