Húsavík Walking Tours rennur inn í Könnunarsögusafniđ

Í dag var skrifađ undir innleiđingarsamning Húsavík Walking Tours í Könnunarsögusafniđ.

Fréttir

Húsavík Walking Tours rennur inn í Könnunarsögusafniđ
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 348 - Athugasemdir (0)

Heiđar, Örlygur Hnefill safnstjóri og Francesco.
Heiđar, Örlygur Hnefill safnstjóri og Francesco.

Í dag var skrifađ undir innleiđingarsamning Húsavík Walking Tours í Könnunarsögusafniđ. 

Húsavík Walking Tours er eins og nafniđ ber í för međ sér verkefni sem snýr ađ gönguferđum á Húsavík.

Ţađ var Húsavíkurstofa sem kom verkefninu af stađ í ţeim tilgangi ađ auka afţreyingarróf ferđaţjónustunnar í bćnum ásamt ţví ađ gefa ferđamönnum tćkifćri á ađ frćđast um Húsavík á nánari hátt međ tilheyrandi sögum af fólki og framkvćmdum.

Eftir ađ daglegri starfsemi Húsavíkurstofu var hćtt ákváđu verkefnisstjórar gönguferđanna ţeir Heiđar Halldórsson og Francesco Perini ađ nýta ţann efniviđ sem kominn var til ţess ađ koma verkefninu í fastan farveg. Gönguferđirnar voru prufukeyrđar síđasta sumar viđ góđan orđstýr. Ađspurđir segja ţeir ađ innleiđingin í Könnunarsögusafniđ sé ađ öllu leyti rökrétt skref. Um sé ađ rćđa töluverđa hagrćđingu sem geri framkvćmd og áćtlanir í kringum gönguferđirnar mun auđveldari.  

Stćrsta ástćđan sé ţó landkönnuđagrunnurinn sem gönguferđirnar og safniđ eiga sameiginlegan. Ţannig spila Garđar Svavarsson og Náttfari veigamikiđ hlutverk á báđum vígstöđum. Nú ţegar hafa borist bókarnir frá hópum fyrir sumariđ og eru ţeir Heiđar og Francesco sammála um ađ spennandi tímar séu framundan enda telja ţeir ađ eftirspurn ferđamanna til ađ kynnast húsvískri sögu og samfélagi fyrr og nú sé töluverđ. 


Engar umrćđur fundust fyrir ţessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744