Vetrarhátíđin viđ MývatnFréttatilkynning - - Lestrar 122
Núna í byrjun mars verđur Vetrarhátíđ viđ Mývatn haldin, nánar tiltekiđ 5.-14. mars.
Hátíđin hefur skipađ sér sess sem einn skemmtilegasti vetrar-viđburđur Norđurlands ţar sem bćđi hefđbundnar og óhefđ-bundnar vetraríţróttir eru stundađar í stórbrotinni náttúrufegurđ Mývatnssveitar.
Ţar á međal er Íslandsmeistaramót Sleđahundaklúbbs Íslands á hundasleđa og „skijoring“, hestamótiđ Mývatn Open sem fer fram á ísilögđu Mývatni og fyrsta snocross mót vetrarins. Gönguskíđaspor verđa lögđ víđs vegar um svćđiđ, skíđalyftan í Kröflu verđur opin ef veđur leyfir og heimamenn kenna gestum ađ dorga.
Hátíđin markar líka ţau ánćgjulegu tímamót ađ ferđaţjónustufyrirtćki í Skútustađahreppi opna aftur eftir vetrar/COVID lokun. Ţađ verđa ýmis konar tilbođ á gistingu, mat og afţreyingu og dagskráin er hin glćsilegasta. Nú er tilvaliđ ađ skella sér í hundasleđaferđ eđa á snjósleđa og láta svo líđa úr sér í jarđböđunum.
Vegna sóttvarnaráđstafana er áhersla lögđ á ađ njóta náttúrunnar og útiveru. Gestir eru ţví hvattir til ţess ađ taka međ sér gönguskó og skíđi og njóta alls ţess sem svćđiđ hefur upp á ađ bjóđa á sínum forsendum.