Verslum heima fyrir jólin

Það eru lífsgæði að hér í okkar heimabæ séu öflugar verslanir sem búa yfir góðu vöruúrvali. Einnig er frábært að geta valið úr glæsilegum veitingastöðum

Verslum heima fyrir jólin
Fréttatilkynning - - Lestrar 166

Það eru lífsgæði að hér í okkar heimabæ séu öflugar verslanir sem búa yfir góðu vöruúrvali. Einnig er frábært að geta valið úr glæsilegum veitingastöðum og fjölbreyttri afþreyingu og auðvitað farið í klippingu þegar nauðsyn krefur. 

Í ljósi þess að netverslun hefur færst mikið í aukana hefur Húsavíkurstofa í samráði við verslanir og fyrirtæki bæjarins farið af stað með herferð til að hvetja heimafólk og nærsveitunga til að ferðast innanbæjar og versla heima fyrir jólin.
 
Til að ýta enn frekar undir verslun og þjónustu á Húsavík var sú ákvörðun tekin að endurvekja gömlu góðu Húsavíkurgjafabréfin en handhafar gjafabréfanna geta valið að nýta gjafabréfið við kaup á vöru og þjónustu í bænum. Móttakandi gjafabréfsins þarf að vera skráður samstarfsaðili stofunnar en nú þegar hafa ýmsar verslanir og rekstraraðilar á Húsavík lokið við skráningu, m.a. til að geta tekið á móti gjafabréfinu. Samstarfsfyrirtæki Húsavíkurgjafabréfanna má finna á vefsíðu Húsvíkurstofu www.visithusavik.is og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Listi samstarfsfyrirtækja er uppfærður reglulega ef nýir aðilar bætast við. 
 
Húsavíkurgjafabréfin eru gefin út í upphæðum 3.000, 5.000 og 10.000 kr. og eru til sölu í Sparisjóðnum á Húsavík. Tilvalin jólagjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki í bænum.
 
Einnig viljum við benda á jólaleikinn okkar á Facebook síðu stofunnar þar sem við drögum út nokkra jólaglaðninga þegar nær dregur jólum. Einnig er þetta vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna tilboð, vörur eða önnur skilaboð sem þau vilja koma á framfæri. Við hvetjum ykkur því eindregið til að fylgjast með. 
https://www.facebook.com/events/1084493225326560?active_tab=about 
 
Stöndum saman – styðjum húsvísk fyrirtæki, ferðumst innanbæjar og verslum heima fyrir jólin!


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744