Vel lukkað Þorrablót hjá kvenfélaginu

Húsvíkingar og gestir þeirra skemmtu sér hið besta á Þorrablóti Kvenfélags Húsavíkur sem fram í Íþróttahöllinni í gærkveldi. Yfir sex hundruð

Vel lukkað Þorrablót hjá kvenfélaginu
Almennt - - Lestrar 5924

Húsvíkingar og gestir þeirra skemmtu sér hið besta á Þorrablóti Kvenfélags Húsavíkur sem fram í Íþróttahöllinni í gærkveldi. Yfir sex hundruð gestir þjófstörtuðu þar með þorranum en komin er hefð á að kvenfélagið haldi sitt Þorrablót helgina áður en Þorrinn gengur í garð.

 

Er það tilkomið svo það rekist ekki á önnur Þorrablót sem haldin eru í sveitum Þingeyjarsýslna.
Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir sá um veislustjórn og skemmtiatriðin í höndum heimamanna. Meðal skemmtiatriða var hljómsveitin Í hálfum hljóðum. Hana skipa þeir Kristján Halldórsson sem sér um söng og tónlistarleik og Jóhannes Sigurjónsson. Gísli Auðunsson flutti minni kvenna og Katrín Eymundsdóttir minni karla.

 

Þegar þorramatnum hafði verið gerð góð skil og dagskráin tæmd lék hljómsveitin Von síðan fyrir dansi langt fram eftir nóttu og henni til fulltingis var Aðalsteinn Ísfjörð á nikkunni.

 

Hér að neðan birtast nokkrar myndir frá blótinu sem ljósmyndari 640.is tók.

Þorrablótsnefndin ásamt veislustjóranum.

Hljómsveitin Í hálfum hljóðum, Kiddi Halldórs og Jóhannes Sigurjóns.

Alli Ísfjörð lék á harmónikku með hljómsveitinni Von.

Menn skemmtu sér greinilega vel á blótinu.

Og auðvitað var sunginn fjöldasöngur.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744