Vegurinn um Bakkahöfðann ruddur

Höfðavélar ehf. tóku sig til í dag og ruddu veginn um Bakkahöfðann að Reyðará en talsverður snjór var á honum.

Vegurinn um Bakkahöfðann ruddur
Almennt - - Lestrar 535

Kristján Phillips hreinsar veginn um Bakkahöfðann.
Kristján Phillips hreinsar veginn um Bakkahöfðann.

Höfðavélar ehf. tóku sig til í dag og ruddu veginn um Bakka-höfðann að Reyðará en talsverður snjór var á honum.

Íþróttamannvirki á Húsavík eru lokuð ein sog allir vita en íbúar engu að síður hvattir til þess að iðka útivist og hreyfingu.

Eitt og sér eða í smáum hópum eftir fremsta megni og nýta til þess opin svæði eins og íþróttavöllinn á Húsavík, upphitaða göngustíga og gönguskíðaspor þegar möguleiki er á því.

Bakkahöfðinn er vinsæll til gönguferða og útivistar og Beggi hjá Höfðavélum (Vilberg Njáll Jóhannesson) fékk þá hugmynd að ryðja veginn og flýta þannig fyrir því að hann yrði brúkhæfur til gönguferða.

Og það var úr því þegar ljósmyndari 640.is var á útkíkki á Norðausturvegi eftir hádegi sá hann til snjómoksturstækis þar niður frá. Þangað var farið til að taka myndir og hér má sjá afraksturinn. 

Vel gert Höfðavélar.

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744