Útblásturs- og eyđslugildi bifreiđa á miđsvćđi lćkkar

Á vettvangi Gaums, Sjálfbćrnisverkefnisins á Norđausturlandi, er fylgst međ útblásturs- og eyđslugildi bifreiđa ásamt orkugjafa.

Útblásturs- og eyđslugildi bifreiđa á miđsvćđi lćkkar
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 120

Á vettvangi Gaums, Sjálfbćrnis-verkefnisins á Norđausturlandi, er fylgst međ útblásturs- og eyđslu-gildi bifreiđa ásamt orkugjafa. 

Ţegar byrjađ var ađ vakta framangreinda ţćtti áriđ 2017 var hlutfall bifreiđa sem nýttu rafmagn sem orkugjafa ađ hluta til eđa öllu leyti ekki nema 0,57% á miđsvćđinu. Ţađ hefur nú hćkkađ í 2,21%. Samsvarandi gildi fyrir landiđ allt hefur hćkkađ úr 3,84% í 5,22%. Lang stćrstur hluti bifreiđa notar bensín og dísel sem orkugjafa. Hlutfall díselbíla er hćrra á miđsvćđi en á landsvísu og hlutfall bensínbíla hćrra á landsvísu en á miđsvćđi. 

Eyđslugildi er mćlt í l/100 km í blönduđum akstri (innan- og utanbćjarakstur) og miđast gögin í ökutćkjaskrá sem upplýsingarnar viđ uppgefin gildi framleiđenda bifreiđa. Á fyrsta árinu sem vöktunin nćr til voru einungis 10% bifreiđa á miđsvćđi skráđar međ eyđslugildi en síđan ţá hefur ţeim fjölgađ og hlutfalliđ veriđ ađ nálgast ţađ ađ 50% bifreiđa vćru skráđar međ eyđslugildi. Gera má ráđ fyrir ađ skráning í ökutćkjaskrá hafi veriđ bćtt og ţađ skýri ţessa aukningu bifreiđa međ skráđ eyđslugildi, ţó einnig sé líklegt ađ endurnýjum bifreiđa sé ađ hluta til skýring á fjölgun bifreiđa međ skráđ eyđslugildi. Áriđ 2017 var eyđlsugildi bifreiđa á miđsvćđi 8,98 l/100 km í blönduđum akstri en er nú 2020 7,87 l/100 km í blönduđum akstri. Ţađ hefur ţví lćkkađ um 1,11 l/100 km í blönduđum akstri. En ef horft er til lćkkunar frá árinu 2018 til ársins 2020 ţar sem skráning hefur veriđ međ sama hćtti nemur hún 0,14 l/100 km í blönduđum akstri.  

Útblátursgildi er mćlt í grömmum af koldíoxíđ (CO2) á kílómeter (g/km). Áriđ 2017 var útblástursgildiđ 204,75 g/km en er nú á árinu 2020 komiđ niđur í 197,6 g/km og hefur ţví lćkkađ um 7,15 g/km. Til samanburđar ţá var útblásturgildi bifreiđa á landinu öllu 167,4 g/km áriđ 2017 en hefur lćkkađ í 157 g/km á árinu 2020.  Útblástursgildi var hćst í Ţingeyjarsveit viđ upphaf vöktunar Gaums, 210 g/km. Lćgst var ţađ í Norđurţing 199 g/km. Útblásturgildi hefur lćkkađ mest í Tjörneshreppi á vöktunartímanum eđa um 8.1 g/km.  

Til gamans fylgjumst viđ einnig međ međalaldri bifreiđa á svćđinu ţó ţćr upplýsingar séu ekki birtar nema í frumgöngum og úrvinnslu vegna vísisins. Međaaldur bifreiđa í Norđurţingi er 16 ár og hefur veriđ ţađ allan vöktunartímann. Međalaldur bifreiđa í Ţingeyjarsveit er 21 ár ađ undanskyldu árinu 2019 ţegar hann var 22 ár. Í Skútustađahreppi var međalaldur bifreiđa 17 ár viđ upphaf vöktunarstímans en hefur hćkkađ í 18 ár. Í Tjörneshreppi var međalaldur bifreiđa 22 ár viđ upphaf vöktunartímans en er núna 24 ár.  

Frekari upplýsingar og myndir sem sýna ţróunina á ţeim tíma sem vöktunin nćr til er ađ finna undir vísi 2.7


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744