Uppbygging hefst á Bakka

PCC BakkiSilicon hf. hefur ákveđiđ ađ reisa kísilver á iđnađarsvćđinu á Bakka viđ Húsavík til framleiđslu á kísilmálmi og er áćtluđ árleg framleiđslugeta

Uppbygging hefst á Bakka
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 389 - Athugasemdir (0)

PCC mun reisa kísilver á Bakka.
PCC mun reisa kísilver á Bakka.

PCC BakkiSilicon hf. hefur ákveđiđ ađ reisa kísilver á iđnađarsvćđinu á Bakka viđ Húsavík til framleiđslu á kísilmálmi og er áćtluđ árleg framleiđslugeta versins 32.000 tonn í fyrri áfanga en fullbyggđ er áćtluđ afkastageta 66.000 tonn.

Ţetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá iđnađar- og viđsskiptaráđherra og Norđurţingi.

Aflţörf versins er 53 MW í fyrri áfanga og áćtlađ er ađ 48 MW komi frá hinni nýju virkjun Landsvirkjunar ađ Ţeistareykjum.

Fyrirvörum, sem voru í samningum Sveitarfélagsins Norđurţings og íslenska ríkisins viđ ţýska fyrirtćkiđ PCC SE og dótturfélag ţess PCC BakkiSilicon hf. um byggingu og rekstur kísilvers á Bakka, hefur nú veriđ aflétt og ţví munu fljótlega hefjast margvíslegar framkvćmdir tengdar uppbyggingu ţess og iđnađarsvćđisins í heild sinni.

Byggingarkostnađur kísilversins er talinn verđa um USD 300 milljónir eđa nálćgt 40 milljörđum íslenskra króna. Áćtlađ er ađ allt ađ 400 manns starfi viđ uppbygginguna og ađ viđ fyrri áfanga versins muni skapast um 120 framtíđarstörf, auk afleiddra starfa. Áćtlanir gera ráđ fyrir ađ framleiđsla geti hafist í árslok 2017.

Auk byggingar kísilversins verđur samhliđa ráđist í hafnar- og vegaframkvćmdir sem, auk ţess ađ ţjónusta rekstur PCC BakkaSilicon hf., búa í haginn fyrir frekari iđnađar- uppbyggingu á Bakka. Ţví til viđbótar má nefna framkvćmdir Landsvirkjunar ađ Ţeistareykjum og fyrirhugađa línulögn Landsnets hf. til Húsavíkur, en hvoru tveggja mun styrkja mjög innviđi sveitarfélaganna á svćđinu og gefa kost á frekari atvinnuuppbyggingu á NA-horninu. 


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744