Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Borgarhólsskóla

Í vikunni fór fram undankeppni Borgarhólsskóla vegna Stóru upplestrarkeppninnar.

Í vikunni fór fram undankeppni Borgarhólsskóla vegna Stóru upplestrarkeppninnar.

Verkefniđ sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.

Tíu nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.

Ţađ eru Raddir, samtök um vandađan upplestur og framsögn sem standa fyrir keppninni á landsvísu en umsjón međ verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju hérađi.

Markmiđ međ upplestrarkeppni er ađ vekja athygli og áhuga í skólum á vönduđum upplestri og framburđi. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriđi og forđast skyldi ađ einblína á sigur. Mestu skiptir ađ kennarar nýti ţetta tćkifćri til ađ leggja markvissa rćkt viđ einn ţátt móđurmálsins međ nemendum sínum, vandađan upplestur og framburđ, og fái alla nemendur til ađ lesa upp, sjálfum sér og öđrum til ánćgju. Stefnt skyldi ađ ţví ađ allur upplestur í tengslum viđ keppnina sé fremur í ćtt viđ hátíđ en keppni.

Í frétt á heimasíđu Borgarhólsskóla segir ađ lesarar á hátíđinni voru ţau, Ađalheiđur Helga Kristjánsdóttir, Arnar Freyr Sigtryggsson, Brynja Rós Brynjarsdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Erla Ţyri Brynjarsdóttir, Gunnar Marteinsson, Íris Alma Kristjánsdóttir, Jóhanna Heiđur Kristjánsdóttir, Kristján Ingi Smárason og Trevis Ryan. En Trevis, sem er frá Kenýa, las ljóđ á hátíđinni á swahili og vakti ţađ mikla kátínu.

Fulltrúar skólans í lokakeppninni verđa ţau Ađalheiđur Helga, Brynja Rós, Elísabet, Erla Ţyri og Gunnar. Lokakeppnin fer fram í Safnahúsinu 5. mars nćstkomandi.

Ljósmynd - Ađsend


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744