Tónasmiðjan flutti söngleikinn Lífið er leikur í sal Borgarhólsskóla

Í fyrri viku flutti Tónasmiðjan söngleikinn „Lífið er leikur“í sal Borgarhólsskóla.

Í fyrri viku flutti Tónasmiðjan söngleikinn „Lífið er leikur“í sal Borgarhólsskóla.

Í söngleiknum sáu nemendur smiðjunnar á aldrinum 10-15 ára um leik, söng og tónlistarflutning ásamt leiðbeinendum sínum.

Tónasmiðjan er starfsemi sem forvarnarsamtökin ÞÚ skiptir máli í Norðuþingi rekur en þar fá börn og unglingar tækifæri til að vinna í sköpun út frá sínu áhugasviði hvort sem það liggur í tónlist, leiklist, söng eða annarri sköpun og jafnframt vinna í styrkleika sínum í átt að bættri sjálfsmynd. 

"Söngleikurinn „Lífið er leikur“ fjallar um unglinga og forvarnir á Íslandi í dag og það að börn og unglingar fái að njóta þess ađ vera þau sjálf laus við einelti, hópþrýsting og fordóma". Segir Elvar Bragason forvarnarráðgjafi hjá þÚ skiptir máli en hann samdi handritið.

"Í upphafi námskeiðs okkar voru krakkarnir látin gera áhugasviðskönnun, svo var unnið út frá því sem úr varð þessi sýning á þessum söngleik, krakkarnir völdu svo lögin sem var tvinnað saman við söguþráðinn. 

Framhald mun verða á þessu starfi okkar og erum við núna að skipuleggja komandi haust. Við sáum það á þessum fyrsta hóp okkar að það er mikil þörf fyrir svona starf hér í Norðurþingi.

Það eru ekki allir krakkar sem finna sig í íþróttum eða öðru tómstundastarfi sem þeim stendur til boða og þess vegna er Tónasmiðjan frábær viðbót við allt það góða starf sem í boði er". Segir Elvar að lokum.  

Í söngleiknum léku nemendur Tónasmiðjunnar við hvern sinn fingur og stóðu sig með stakri prýði en sum þeirra voru að standa í þessum sporum í fyrsta skipti og sýnir það að þau geta allt sem þau ætla sér.

Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Tónasmiðjan

Tónasmiðjan

Tónasmiðjan

Tónasmiðjan


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744