Tilkynning til íbúa Norđurţings vegna samkomubanns

Kćru íbúar Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram viđ ţađ nú um helgina ađ undirbúa viđbrögđ viđ samkomubanninu sem tekur gildi

Tilkynning til íbúa Norđurţings vegna samkomubanns
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 195

Kćru íbúar

Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram viđ ţađ nú um helgina ađ undirbúa viđbrögđ viđ samkomubanninu sem tekur gildi nú á miđnćtti, vegna Covid-19. 

Ţađ er rétt ađ minnast á ţađ hér strax í upphafi hve ánćgjulegt er ađ finna ríkulega fyrir samheldni og einhug sem ríkir um ađ leysa verkefni nćstu vikna af festu, ábyrgđ og yfirvegun.

Ljóst er ađ starfsemi og ţjónusta sveitarfélagsins verđur međ breyttu sniđi nćstu fjórar vikurnar. Allt skipulag skólahalds sveitarfélagsins miđast ađ ţví ađ fara í einu og öllu eftir fyrirmćlum yfirvalda um samkomubann. Breytingar á starfsemi sveitarfélagsins geta skolliđ á međ stuttum fyrirvara og verđa ţá tilkynntar á heimasíđu sveitarfélagsins eđa beint frá ţeim stofnunum eđa einingum sem viđ á.

Allir íbúar eru hvattir til ađ leita almennra upplýsinga um faraldurinn og viđbrögđ viđ honum inni á www.covid.is – ţar er ađ finna allar nauđsynlegar upplýsingar sem gilda nćstu fjórar vikurnar.

Helstu ákvarđanir sem teknar hafa veriđ í Norđurţingi nú ţegar eru eftirfarandi:

 • Leikskólinn Grćnuvellir verđur opinn á hefđbundnum tíma nćstu fjórar vikur eftir ţví sem ađstćđur leyfa, en starfsemi og leikskólahaldiđ sjálft verđur međ öđru sniđi sem kynnt verđur fyrir foreldrum eftir starfsdag međ starfsfólki á morgun, mánudaginn 16. mars.
 • Grunnskólar verđa opnir.
  • Skólahald í Borgarhólsskóla verđur frá 8:15 – 12 á hádegi, en mötuneyti lokađ og ávaxtastund lögđ af. Nemendur mćti međ nesti.
  • Skólahald í Öxarfjarđarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar fer fram á hefđbundnum tíma
  • Ítarlegar upplýsingar um ţćr breytingar á skólastarfi sem gripiđ verđur til verđa kynntar foreldrum og forráđamönnum ađ starfsdegi morgundagsins afloknum.
  • Tónlistarkennsla mun skerđast og útfćrsla skólahalds ţar kynnt á morgun, mánudag.
  • Frístundaheimiliđ Tún verđur lokađ, en foreldrar barna í 1. og 2. bekk sem starfa innan heilbrigđiskerfisins, hjá almannavörnum og leikskólanum Grćnuvöllum geta sótt um undanţágu hjá forstöđumanni – kristinn@nordurthing.is
  • Félagsţjónusta á vegum Norđurţings verđur skert nćstu fjórar vikurnar međ eftirfarandi hćtti. Miđjan verđur lokuđ. Félagsstarf hjá eldri borgurum fellur niđur. Skammtímadvöl barna verđur lokuđ. Skert starfsemi verđur hjá heimaţjónustu. Skjólstćđingar félagsţjónustunnar eru hvattir til ađ hafa samband viđ starfsmenn til ađ fá frekari upplýsingar um ţá starfsemi sem ţeir ţurfa á ađ halda.
  • Íţróttahöllin á Húsavík verđur lokuđ í óákveđinn tíma.
  • Sundlaug Húsavíkur verđur opin á hefđbundnum tímum, en ţó međ skertri ţjónustu eins og lokun gufubađa og kaldra potta. Fjöldatakmarkanir verđa međ ţeim hćtti ađ aldrei verđur fleiri en 20 einstaklingum heimilt ađ vera í byggingunni á sama tíma.
  • Skíđasvćđi verđur opiđ eins og mögulegt er. Skíđaskáli lokađur nema í neyđartilvikum.
  • Vodafonevölllurinn á Húsavík: búningsklefar verđa lokađir um óákveđinn tíma.
  • Sama ákvćđi um fjöldatakmarkanir og í Sundlaug Húsavíkur gildir um íţróttamannvirki á Kópaskeri og Raufarhöfn, ţ.e. ađ aldrei verđi fleiri en 20 einstaklingar samankomnir í byggingunum á sama tíma.
  • Tilmćli eru til allra íţrótta- og tómstundafélaga í Norđurţingi ađ fella niđur skipulagt starf fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri um óákveđinn tíma frá og međ samkomubanni.

Á morgun mánudag munu foreldrar og forráđamenn skólabarna fá ítarlegar upplýsingar frá skólastjórnendum um breytingar á skólastarfinu nćstu fjórar vikurnar. Ţess er óskađ ađ allir fylgist vel međ tilkynningum frá skólunum á morgun um ţađ hvernig tekiđ verđur á móti börnum á ţriđjudag.

Nú fer í hönd tími ţar sem viđ ţurfum öll ađ standa saman og sýna samfélagslega ábyrgđ í ţví hvernig viđ heftum covid-19 faraldurinn. Gleymum ekki brosinu, sýnum umburđarlyndi og verum eins hvetjandi og viđ getum í ţessum fordćmalausu ađstćđum.

Kristján Ţór Magnússon, sveitarstjóri


 • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744