Þyngsta vagnlest sem farið hefur um þjóðvegina

Eins og kom fram á 640.is fyrr í vikunni voru hverfli og rafal fyrir Þeistareykjavirkjun skipað á land á Húsavík og þeir fluttir upp eftir.

Ekið með hverfilinn áleiðis á Þeistareyki.
Ekið með hverfilinn áleiðis á Þeistareyki.

Eins og kom fram á 640.is fyrr í vikunni voru hverfli og rafal fyrir Þeistareykjavirkjun skipað á land á Húsavík og þeir fluttir upp eftir.

Á heimasíðu Landsvirkjunnar segir að þetta sé ein ein þyngsta vagnlest sem farið hefur um þjóðvegi landsins fór frá Húsavík að Þeistareykjum í vikunni, með hverfil og rafal fyrir fyrstu vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar. Heildarþyngd vagnlestarinnar með aðstoðardráttarbílum var um 220 tonn, en fyrra met, 196 tonn, var sett í flutningum aflspenna í Fljótsdalsstöð á sínum tíma.
 

Hverflinum og rafalnum var eins og áður segir skipað upp á Húsavík, eftir að hafa komið til Íslands frá Japan með flutningsskipinu BBC Polonia, en skipið var rúmar tíu vikur á leiðinni. Því næst var hverfill fluttur frá Húsavíkurhöfn til Þeistareykja og degi síðar var rafall  fluttur sömu leið.

Hverfillinn vegur um 134 tonn og rafallinn 100 tonn, en annar búnaður sem kom með skipinu, meðal annars varahlutir, vega um 80 tonn. Þrír dráttarbílar voru nýttir við flutninginn, tveir toguðu í flutningsvagninn og einn ýtti á eftir. Flutningsvagninn er tólf hásinga með alls 96 dekk. Heildarþyngd vagnlestar með aðstoðardráttarbílum var sem fyrr segir um 220 tonn en farmurinn sjálfur 197 tonn. 

Í nóvember var eimsvali fluttur til Þeistareykja og er því allur þyngri búnaður fyrir vélasamstæðu 1 kominn á svæðið. Vinna við uppsetningu vélbúnaðar hefst á nýju ári. Fyrirtækið Fuji Electric frá Japan smíðar hverfilinn og rafalinn en þýska fyrirtækið Balcke-Dürr kalda enda, þar með talinn eimsvalann.

Frekari þungaflutningar eru fyrirhugaðir á næstu mánuðum, meðal annars á vélbúnaði fyrir vélasamstæðu 2, auk spenna og búnaðar fyrir kæliturn 2. Ráðgert er að þessir flutningar verði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 2017. (landsvirkjun.is)

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744