Tap í Lengjubikarnum

Völsungur lék í gær gegn Hetti/Huginn í B-deild Lengjubikarsins og var leikið á Fellavelli.

Tap í Lengjubikarnum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 275

Guðmundur Óli skoraði mark Völsungs. Mynd úr safni
Guðmundur Óli skoraði mark Völsungs. Mynd úr safni

Völsungur lék í gær gegn Hetti/Huginn í B-deild Lengjubikarsins og var leikið á Fellavelli.

Rúnar Freyr Þórhallsson kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik og Brynjar Árnason tvöfaldaði forystu þeirra í blálok hans.

Guðmundur Óli Steingrímsson minnkaði muninn fyrir Völsung þegar skammt var liðið á síðari hálfleik og þar við sat í markaskorun þessa leiks.

Höttur/Huginn fór með þessum sigri á topp 4. riðils B-deildar með sjö stig eftir þrjár umferðir en Völsungur er með 6 stig í öðru sæti.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744