Sungu fyrir gamla fólkið

Guðni Bragason og Hjálmar Bogi Hafliðason stilltu sér upp á bílastæðinu við dvalarheimilið Hvamm í dag og sungu og spiluðu fyrir íbúana þar sem skemmtu

Sungu fyrir gamla fólkið
Fólk - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 465

Guðni Bragason og Hjálmar Bogi Hafliðason stilltu sér upp á bílastæðinu við dvalarheimilið Hvamm í dag og sungu og spiluðu fyrir íbúana þar sem skemmtu sér konunglega.

“Við Guðni ákváðum í gær að gleðja gamla fólkið og fengum leyfi til að koma fyrir utan Hvamm, heimili aldraðra og syngja nokkur lög. 

Veðrið tók vel á móti fólkinu sem birtist úti á svölum til að hlýða á og syngja með. Sumir sátu inni í matsal og aðrir tóku að dansa fyrir utan aðalinnganginn. 

Heimilisfólk á Skógarbrekku birtust sömuleiðis úti á svölum. Bros á hverjum manni enda lífið svo miklu skemmtilegra þegar það er gaman og eitt er víst; söngurinn göfgar og glæðir.

Takk fyrir okkur” sagði Hjálmar Bogi en eins og kunnugt er hefur heimsóknar-bann verið á Hvammi að undanförnu.

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744