Stórsigur á Stólunum

Völsungur hefur ollið töluverðum vonbrigðum í 2. deild karla í sumar en í dag náðu þeir heldur betur að reka af sér slyðruorðið þegar botnlið Tindastóls

Stórsigur á Stólunum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 288

Völsungar fagna marki Rafnars í dag.
Völsungar fagna marki Rafnars í dag.

Völsungur hefur ollið töluverðum vonbrigðum í 2. deild karla í sumar en í dag náðu þeir heldur betur að reka af sér slyðruorðið þegar botnlið Tindastóls kom í heimsókn.

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson kom Völsungum yfir strax á 7. mínútu en Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson jafnaði fyrir gestina aðeins þremur mínútum síðar. 

Rúnar Þór Brynjarsson kom heimamönnum yfir mínútu síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Rafnar Smárason skoraði þriðja mark Völsungs á 81. mínútu en hann hafði komið inn á 10 mínútum áður. 

Akil Rondel Dexter De Freitas skoraði svo fjórða og síðasta mark Völsunga þrem mínútum síðar og lokastaðan 4-1.

Völsungur er í 8. sæti með 27 stig en Tindastóll í botnsætinu með 9 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson kom Völsungum á bragðið.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Rúnar Þór Brynjarsson kom Völsungum strax aftur yfir eftir að Stólarnir jöfnuðu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Rafnar Smárason kom af bekknum og skoraði þriðja mark Völsungs.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Akil Rondel Dexter De Freitas skoraði fjórða og síðasta mark leiksins.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744