Stórleikur í blaki nk. laugardag

Völsungsstúlkur taka á móti Álftanesi í 8 liða úrslitum Kjöríssbikarsins, laugardaginn 6. mars kl.

Stórleikur í blaki nk. laugardag
Íþróttir - - Lestrar 210

Völsungsstúlkur taka á móti Álftanesi í 8 liða úrslitum Kjöríssbikarsins, laugardaginn 6. mars kl. 15:00.

Í tilkynningu segir að mikið sé í húfi þar sem sigurliðið fer áfram í undanúrslit en þar hafa nú þegar 3 lið tryggt sér sæti: HK, Afturelding og KA.

Í liði Álftaness, er meðal leikmanna fyrrum þjálfari og leikmaður Völsunga, Sladjana Smiljanic. Tamás Kaposi, núverandi þjálfari Völsungsstúlkna, vonast eftir spennandi og skemmtilegum leik og hafa æfingar undanfarið tekið mið af þessari viðureign.

Leikurinn byrjar sem fyrr segir í Íþróttahöllinni á Húsavík kl. 15:00 en við viljum biðja alla að mæta tímanlega þar sem sætafjöldi er takmarkaður vegna gildandi sóttvarnarreglna og þurfa allir að skrá sig við innganginn (nafn, símanr. og kt.).

Mikilvægt er að áhorfendur dreifi sér í stúkuna þar sem skv. sóttvarnar-reglum, skal 1 meter vera á milli óskyldra aðila. Að síðustu minnum við alla á að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og að grímuskylda er í gildi.

Frítt er inn á leikinn en gjarnan er tekið við frjálsum framlögum til styrktar blakdeildarinnar. Sjoppa á staðnum. Áfram Völsungur!!


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744