Stokkar upp línuna fyrir langafa

Magnús Atli Fannarsson 11 ára nemandi við Borgarhólsskóla fer stundum eftir skóla niður í verbúð til langafa sína Hreiðars Jósteinssonar hvar hann stokkar

Stokkar upp línuna fyrir langafa
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 417

Magnús Atli stokkar upp línuna.
Magnús Atli stokkar upp línuna.

Magnús Atli Fannarsson 11 ára nemandi við Borgarhólsskóla fer stundum eftir skóla niður í verbúð til langafa sína Hreiðars Jósteinssonar hvar hann stokkar upp línuna fyrir þann gamla.

"Ef afi fer á sjó þá stokka ég línuna, einn stokk á dag og afi beitir bjóðið" sagði Magnús Atli en fjórir 135 króka stokkar eru í einu bjóði. Þannig vinnur hann sér inn vasapening því hann fær greitt fyrir hvern stokk.

Hreiðar, sem er 86 ára, fer með eitt bjóð á Vilborginni sinni ef gefur á sjó og leggur línuna, oftar en ekki inn við sandinn. Þrettán ár eru síðan hann hætti útgerð og segist hann bara vera að leika sér. Eitthvað verði hann að gera.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Brósi fylgist með Magnúsi Atla stokka upp línuna.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Magnús Atli gaf sér tíma til að líta upp frá vinnunni svo hægt væri að taka mynd af honum.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744