Sr. Sólveig Halla nýr sóknarprestur á Húsavík

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er nýr sóknarprestur í Húsavíkurprestakalli.

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er nýr sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli.

Á vef Ţjóđkirkjunnar segir ađ umsóknarfrestur um starf sóknarpresti til ţjónustu í Húsavíkurprestakalli, Eyjafjarđar- og Ţingeyjarprófastsdćmi, hafi runniđ út á miđnćtti ţann 6. júlí sl.

Auglýst var eftir sóknarpresti til ţjónustu viđ prestakalliđ og miđađ viđ ađ viđkomandi gćti hafiđ störf sem fyrst.

Ţrjár sóttu um starfiđ.

Kjörnefnd kaus sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurđardóttir, stađfest ráđningu hennar.

Í samrćmi viđ ţćr breytingar sem nú hafa orđiđ á starfsmannamálum ţjóđkirkjunnar er sr. Sólveig Halla ráđin ótímabundiđ í starfiđ međ hefđbundnum uppsagnarfresti.

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er fćdd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíđ í Hörgárdal, dóttir Kristjáns Hermannssonar og Jórunnar Sigtryggsdóttur sem er látin. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guđfrćđideild Háskóla Íslands 2004. 

Sr. Sólveig Halla hóf störf hjá Akureyrarkirkju sumariđ 2004 og sinnti ţar ćskulýđsmálum. Hún var svo vígđ sem safnađar- og skólaprestur viđ Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagđi ţví starfi svo lausu fimm árum síđar. Ţá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurđi Páli Tryggvasyni, og nýfćddri dóttur, ađ Ţverá í Reykjahverfi Ţingeyjarsýslu ţar sem ţau hófu fjárbúskap. 

Sr. Sólveig Halla sinnti kirkjulegu barnastarfi í Húsavíkur- og Grenjađarstađarsókn á árunum 2010-2017, međ hléum og hafđi um hönd kirkjulegar athafnir sem óskađ var eftir og vann jafnframt viđ sálgćslu. 

Hún lauk diplómaprófi á meistarastigi í Fjölskyldumeđferđ frá Endurmenntun Háskóla Íslands voriđ 2016 og vann viđ fjölskyldumeđferđ til haust 2017. 

Ţá lá leiđin til Noregs og var hún sóknarprestur í Sřmna í Noregi frá desember 2017 og fram í ágúst 2018. 

Hún var settur sóknarprestur viđ afleysingar í eitt ár í Laufásprestakalli 2018-2019. Ţá settur sóknarprestur í Húsavíkurprestakalli viđ afleysingar frá 1. september 2019. 

Eiginmađur hennar er sem fyrr segir Sigurđur Páll Tryggvason og eiga ţau tvö börn tíu og átta ára gömul og ađ auki á hún ţrjú uppkomin stjúpbörn


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744