Sparisjóður Suður-Þingeyinga lækkar útlánavexti um 30 vaxtapunkta

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína 28. ágúst sl. um 25 vaxtapunkta (0,25 prósentustig).

Sparisjóður Suður-Þingeyinga lækkar útlánavexti um 30 vaxtapunkta
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 69

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína 28. ágúst sl. um 25 vaxtapunkta (0,25 prósentustig).

Í framhaldi af því gerðu bankar og sparisjóðir breytingar á vaxtakjörum til samræmis við breytingar stýrivaxta, þó að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. 

Í tilkynningu frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga segir að sú breyting hafi verið gerð hjá sparisjóðunum 21. september s.l.,sbr. eftirfarandi töflu.

Sparissjóðurinn

 

Vextir hafa verið að lækka á árinu og í tilkynningunni segir að Sparisjóðurinn voni að þessar viðbótarlækkanir komi sér vel fyrir viðskiptavini og treysti enn frekar viðskiptasambandið.  • Steinsteypir - jol

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744