Skrifað undir samning við Huang Nubo á Hótel Húsavík í dag

Í dag skrifa sveitarfélög á Norðurlandi - Eystra undir leigusamning við Huang Nubo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, en eins og kunnugt er hyggst Huang

Í dag skrifa sveitarfélög á Norðurlandi - Eystra undir leigusamning við Huang Nubo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, en eins og kunnugt er hyggst Huang Nubo reisa þar lúxus hótel.

Undirritun samningsins fer fram á Hótel Húsavík kl 13:00 í dag. Strax í kjölfar undirritun samningssins mun Huang Nubo kynna áform sín um uppbyggingu lúxus hótelsins á Grímsstöðum á Fjöllum. 

Tryggvi Harðarson, sem óvænt lét af störfum sem sveitarstjóri Þingeyjarsveitar nú á dögunum, hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi Huang Nubo á Íslandi og mun Tryggvi túlka kynninguna yfir á Íslensku. Tryggvi er altalandi á kínversku eftir dvöl í heimvistarskóla í Kína á sínum námsárum, en svo skemmtilega vill til að Tryggvi og Huang Nubo voru herbergisfélagar.

Að kynningu lokinni verða útboðsgögn vegna byggingar lúxushótelsins afhent áhugasömum verktökum. Einnig munu nokkur varanleg störf við hótelið sjálft vera laus til umsóknar. Þar á meðal er starf hótelstjóra og aðstoðar – hótelstjóra, yfirkokks auk þess sem fjölmargar þjónastöður verða í boði.

Að sögn Tryggva Harðarsonar mun bygging lúxsus hótelsins verða veruleg innspýting í atvinnumál Þingeyinga og hvetur hann Þingeyinga til að fjölmenna á Hótel Húsavík í dag kl 13:00 og fylgjast með. Tryggvi hvetur sérstaklega atvinnulausa þingeyinga til að koma og sækja um þau fjölmörgu störf sem í boði eru á Grímsstöðum á Fjöllum.

Nubo

 Félagarnir Nubo og Tryggvi á góðri stundu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744