Sjómenn til hamingju með daginn - Myndir frá gærdeginumAlmennt - - Lestrar 1119
640.is óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Hér koma nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum í gær en með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Skemmtisigling á Skjálfanda.
Vilborgin kemur að eftir skemmtisiglinguna.
Skonnortan Ópal tók þátt í skemmtisiglingunni.
Kappróðurinn hófst þegar í land var komið.
Eldri stelpurnar í meistaraflokki Völsungs lögðu þær yngri í kappróðrinum og stóðu því uppi sem sigurvegarar.
Norðursigling sigraði kappróður karlasveita.
Koddaslagurinn er ómissandi skemmtun á Sjómannadaginn. Þorkell Marinó og Toggi Jóels eigast hér við og skömmu síðar var Keli kominn í sjóinn.
Og Toggi reyndar líka en það er önnur saga.
Tekið á því í reiptoginu.
Krakkarnir fengu líka að spreyta sig en Gunnar Helgason stjórnaði þessu öllu af miklum krafti.
Elsa Dögg Stefánsdóttir, Fannar Ingi Sigmarsson og Sylvía Lind Henrysdóttir tóku þátt.
Kókosbolluátið var vinsælt hjá yngri kynslóðinni og Tryggvi Grani Jóhannsson lét sitt ekki eftir liggja í því.