Sjóböđin hljóta nýsköpunarverđlaun ferđaţjónustunnar áriđ 2019

Sjóböđin á Húsavík hljóta nýsköpunarverđlaun ferđaţjónustunnar áriđ 2019 en Samtök ferđaţjónustunnar afhenda verđlaunin á afmćlisdegi SAF, 11. nóvember ár

Sjóböđin hljóta nýsköpunarverđlaun ferđaţjónustunnar áriđ 2019
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 208

Frá eins árs afmćli Sjóbađanna.
Frá eins árs afmćli Sjóbađanna.

Sjóböđin á Húsavík hljóta nýsköpunarverđlaun ferđa-ţjónustunnar áriđ 2019 en Samtök ferđaţjónustunnar afhenda verđlaunin á afmćlisdegi SAF, 11. nóvember ár hvert.

Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson, afhenti Sjóböđunum á Húsavík verđlaunin viđ hátíđlega athöfn á Center Hotels viđ Laugaveg í Reykjavík í dag.

SAF afhenda nýsköpunarverđlaun fyrir athyglisverđar nýjungar og er markmiđiđ ađ hvetja fyrirtćki innan samtakanna til nýsköpunar. Verđlaununum er ćtlađ ađ hvetja frumkvöđla landsins til dáđa í ferđaţjónustu. Ţetta er í sextánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverđlaun ferđaţjónustunnar en ţetta áriđ bárust 32 tilnefningar í samkeppninni um verđlaunin.

Hótel Ísafjörđur og Icelandic Lava Show hlutu nýsköpunarviđurkenningu

Ađ ţessu sinni ákvađ dómnefnd nýsköpunarverđlaunanna ađ tilnefna ţrjú fyrirtćki sem áttu kost á ađ hljóta verđlaunin, en auk Sjóbađanna á Húsavík hlutu Hótel Ísafjörđur og Icelandic Lava Show nýsköpunarviđurkenningu ferđaţjónustunnar áriđ 2019.

Bjarnheiđur Hallsdóttir, formađur SAF og formađur dómnefndar nýsköpunarverđlaunanna, gerđi grein fyrir niđurstöđu dómnefndar, en hana skipuđu auk hennar ţau Guđrún Ţóra Gunnarsdóttir, forstöđumađur Rannsóknamiđstöđvar ferđamála, og Helgi Ţór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtćkja innan SAF.

Sem fyrr endurspegla tilnefningarnar til nýsköpunarverđlauna ferđaţjónustunnar mikla grósku og nýsköpun í ferđaţjónustu um allt land. Hugmyndaauđgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg ţau fyrirtćki sem tilnefnd voru og var dómnefnd ţví ákveđinn vandi á höndum. Nefndarmenn voru ţó einróma um ađ handhafi verđlaunanna í ár séu Sjóböđin á Húsavík.

Nýsköpun í formi upplifunar

Sjóböđin á Húsavík opnuđu síđla sumars áriđ 2018, en ađdragandinn er heldur lengri. Um miđja síđustu öld var borađ eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfđa. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentađi ekki til húshitunar. Í stađinn var komiđ fyrir gömlu ostakari, ţar sem Húsvíkingar gátu bađađ sig sér til heilsubótar viđ kjörhitastig. Á ţessum grunni voru Sjóböđin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir bađađ sig á höfđanum viđ frábćrar ađstćđur. Vatniđ er mjög heilsusamlegt, međ mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur veriđ fram á ađ hefur góđ áhrif á ýmis húđvandamál. Á međan má svo njóta náttúru og ćgifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla.

Sjóböđin hafa fengiđ góđar viđtökur og fengiđ afar jákvćđar umsagnir bćđi innlendra sem og erlendra gesta og hafa veriđ áberandi á samfélagsmiđlum. Eftir tilkomu Sjóbađanna er ţađ mál manna ađ ferđaţjónusta á Húsavík hafi tekiđ stórt stökk upp á viđ, ţar sem ţau hafa reynst sterkur segull allt áriđ um kring. Ţau hafa án efa einnig mikla ţýđingu fyrir uppbyggingu ferđaţjónustu í öllum landshlutanum.

Viljum styrkja áfangastađinn Ísland til framtíđar

„Viđ erum ákafalega stolt ađ ţví ađ taka viđ ţessum verđlaunum hér í dag,“ segir Jón Steindór Árnason, stjórnarformađur Sjóbađanna á Húsavík. „Frá ţví viđ opnuđum dyrnar ađ Sjóböđunum í ágústlok áriđ 2018 hafa viđtökurnar veriđ frábćrar. Viđ sjáum ţađ strax á okkar fyrsta heila ári í rekstri hversu mikil og jákvćđ áhrif verkefni eins og ţetta hefur á ferđaţjónustuna. Ţannig hafa innlendir og erlendir gestir veriđ duglegir ađ heimsćkja okkur og er vöxturinn stöđugur og góđur,“ segir Jón Steindór og bćtir viđ ađ framtíđin í ferđaţjónustu er björt. „Viđ lítum á ţessi verđlaun sem hvatningu til ađ halda áfram ađ byggja upp um allt land. Markmiđ okkar allra er ađ styrkja áfangastađinn Ísland til framtíđar.“

Verđlaunin afhent í sextánda sinn

Er ţetta í 16. skipti sem nýsköpunarverđlaun ferđaţjónustunnar voru afhent, en verđlaunahafar til ţessa hafa veriđ:

 • 2019 - Sjóböđin Húsavík
 • 2018 - Bjórböđin
 • 2017 - Friđheimar í Bláskógabyggđ
 • 2016 - Óbyggđasetur Íslands
 • 2015 - Into The Glacier
 • 2014 - Gestastofan Ţorvaldseyri
 • 2013 - Saga Travel
 • 2012 - Pink Iceland
 • 2011 - KEX hostel
 • 2010 - Íslenskir fjallaleiđsögumenn
 • 2009 - Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit
 • 2008 - Menningarsetriđ Ţórbergssetur, Hala í Suđursveit
 • 2007 - Norđursigling - Húsavík
 • 2006 - Landnámssetur Íslands
 • 2005 - Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suđureyri og Fjord Fishing
 • 2004 - Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan

SFA-HAG

Frá afhendingu nýsköpunarverđlauna ferđaţjónustunnar 2019. Bjarnheiđur Hallsdóttir, formađur Samtaka ferđaţjónustunnar, Jón Steindór Árnason, stjórnarformađur Sjóbađanna á Húsavík og Guđni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd SAF/HAG

SFA-HAG

Frá afhendingu nýsköpunarverđlauna ferđaţjónustunnar 2019. Bjarnheiđur Hallsdóttir, formađur Samtaka ferđaţjónustunnar, Hólmfríđur Vala Svavarsdóttir, hótelstjóri Hótels Ísafjarđar, Jón Steindór Árnason, stjórnarformađur Sjóbađanna á Húsavík, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Icelandic Lava Show og Guđni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd SAF/HAG

SFA-HAG

Frá afhendingu nýsköpunarverđlauna ferđaţjónustunnar 2019. Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson, ásamt Ragnhildi Ágústsdóttur, stofnanda og eiganda Icelandic Lava Show, Jóni Steindóri Árnasyni, stjórnarformanni Sjóbađanna á Húsavík og Hólmfríđi Völu Svavarsdóttur, hótelstjóra Hótels Ísafjarđar. Ljósmynd SAF/HAG

 


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744