Sigurður Páll ráðinn til að stýra félagsstarfi eldri borgara

Sigurður Páll Tryggvason hefur verið ráðinn í 50% starf forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara í Norðurþing og hefur hann þegar hafið störf.

Sigurður Páll ráðinn til að stýra félagsstarfi eldri borgara
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 431

Sigurður Páll Tryggvason.
Sigurður Páll Tryggvason.

Sigurður Páll Tryggvason hefur verið ráðinn í 50% starf forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara í Norðurþing og hefur hann þegar hafið störf.

Sigurður er menntaður búfræðingur og heilsunuddari. Hann hefur starfað árum saman með skjólstæðingum á sambýlum og í liðveislu og einnig hefur hann starfað við búrekstur.

Á heimasíðu Norðurþings er Sigurður Páll boðinn velkominn til starfa og óskað velferðar í starfi.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744