Sigur gegn Grundfirðingum

Völsungur lék gegn UMFG sl. sunnudag í 1 deild Íslandsmótsins í blaki kvenna.

Sigur gegn Grundfirðingum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 109

Arna Védís var stigahæst Völsunga. Mynd úr safni.
Arna Védís var stigahæst Völsunga. Mynd úr safni.

Völsungur lék gegn UMFG sl. sunnudag í 1 deild Íslandsmótsins í blaki kvenna.

Völsungur sigraði leikinn 3-0 þar sem allir leikmenn hins kornunga meistaraflokksliðs félagsins stóðu sig frábærlega.

Gaman var að sjá hversu liðsheildin spilaði stóran sess í sigrinum. Stigahæstar í leiknum voru Arna Védís Bjarnadóttir með 18 stig og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir með 11 stig.

Völsungur teflir fram ungu og efnilegu liði í vetur og er áherslan lögð á  að gefa þessum ungu stelpunum tækifæri og jafnframt dýrmæta reynslu á vellinum þetta tímabilið.

Næsti leikur er sunnudaginn 1. des kl. 14 í Íþróttahöllinni á Húsavík. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744