Rótarýklúbbur Húsavíkur 80 ára

Rótarýklúbbur Húsavíkur hélt upp á 80 ára afmćli klúbbsins laugardaginn 29. febrúar sl. en afmćlisdagurinn sjálfur var reyndar ţann 18.febrúar.

Rótarýklúbbur Húsavíkur 80 ára
Ađsent efni - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 331

Frá 80 ára afmćli Rótarýklúbbs Húsavíkur.
Frá 80 ára afmćli Rótarýklúbbs Húsavíkur.

Rótarýklúbbur Húsavíkur hélt upp á 80 ára afmćli klúbbsins laugardaginn 29. febrúar sl. en afmćlisdagurinn sjálfur var reyndar ţann 18.febrúar.

Ţetta voru vegleg hátíđarhöld sem hófust međ opnum fundi í Sjóminjasafninu um kl. 14:00. 

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Gísli G. Auđunsson forseti Rótarýklúbbs Húsavíkur.

Gísli G. Auđunsson, forseti klúbbsins, lýsti tildrögunnum ađ stofnun klúbbsins og fór einnig nokkrum orđum um áherslur hans og starf til ţessa dags. Nćst tók til máls Anna Stefánsdóttir, umdćmisstjóri Rótarý og forstjóri Reykjalundar. Hún fjallađi fyrst og fremst um áherslur Rótarýhreyfingarinnar á heimsvísu, en hreyfingin er mjög öflug og starfar nánast í öllum löndum heims.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Anna Stefánsdóttir umdćmisstjóri Rótarýklúbbs Reykjavíkur.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Nćsti fyrirlesari átti ađ vera Guđrún Nordal forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur og forstöđumađur Árnastofnunar. En svo ótrúlega vildi til ađ vélarbilun varđ í flugvélinni sem hún ćtlađi ađ koma međ norđur og hún komst ţví ekki í tćka tíđ. Soffía Gísladóttir, forstöđumađur Vinnumálastofnunar á Norđurlandi og verđandi umdćmisstjóri Rótarý á nćsta rótarýári, hljóp í skarđiđ fyrir Guđrúnu. Hún lýsti komu sinni í Rótarýhreyfinguna og harmađi ađ hafa ekki komiđ fyrr. Fór síđan nokkrum orđum um áherslur sínar sem umdćmisstjóri nćsta áriđ.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Feđginin Soffía Gísladóttir og Gísli G. Auđunsson.

Ađ lokum talađi Ţorkell Björnsson, heilbrigđisfulltrúi og sagnameistari, um „bćjarbrag“ á Húsavík viđ stofnun klúbbsins áriđ 1940 og sagđi síđan skemmtilegar sögur af rótarýfélögum sem ekki eru međ okkur lengur.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Ţorkell Björnsson er sagnamađur góđur.

Eftir fundinn í Sjóminjasafninu gengu fundargestir í Húsavíkurkirkju ţar sem Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sóknarprestur sagđi sögu kirkjunar í nokkrum orđum og síđan söng karlakórinn Hreimur nokkur lög viđ góđar undirtektir.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Karlakórinn Hreimur.

Um kvöldiđ var efnt til hátíđarkvöldverđar á Fosshótel Húsavík. Ţegar gestir gengu til borđs fluttu ungir harmonikkuleikarar ásamt Árna Sigurbjarnarsyni skemmtilega tónlist. Örlygur Hnefill Jónsson sá um veislustjórn og á milli máltíđa skemmtu Bylgja Steingrímsdóttir og Elvar Bragason gestum međ söng og hljóđfćraleik.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Auk félaga í Rótarýklúbbi Húsavíkur og maka ţeirra voru margir góđir gestir svo sem frá Rótarýklúbbi Akureyrar og Sauđárkróks og fulltrúar annarra ţjónustuklúbba á Húsavík. Fjölmargir fluttu árnađaróskir og gjafir. Ţess má ađ lokum geta ađ hópur Rótarýfélaga af Fljótsdalshérađi ćtlađi ađ sćkja hátíđina en komst ekki vegna ófćrđar.

Gísli G. Auđunsson


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744