Raufarhafnarbúar og velunnarar styrkja tækjakaup myndarlega

Mikið hefur áunnist síðustu daga hjá vinnuhóp sem vinnur hörðum höndum að því að safna fjármunum, kaupa og setja upp búnað og tæki í íþróttamiðstöðina á

Mikið hefur áunnist síðustu daga hjá vinnuhóp sem vinnur hörðum höndum að því að safna fjármunum, kaupa og setja upp búnað og tæki í íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn.

Nú þegar er búið að fjárfesta í Cable Cross, fylgihlutum og hnébeygjurekka. Verið er að skoða hlaupabretti og markþjálfa, sundtæki og kaðla fyrir börnin í íþróttahús. 

Ræktin er farin að taka á sig góða mynd og er mikil tilhlökkun að samkomubanni verði aflétt svo íbúar og gestir geti farið að flykkjast í íþróttahúsið að nýju.

"Það er frábært að sjá hvað Raufarhafnarbúar, bæði núverandi og brottfluttir, sem og fólk sem hefur litla tengingu til Raufarhafnar hafa styrkt þetta verkefni myndarlega.

Þá hefur sveitarfélagið Norðurþing einnig veitt góðan styrk í verkefnið". Segir Nanna Höskuldsdóttir sem situr í vinnuhópnum ásamt Erlu Þorsteinsdóttur, Ívari Sigþórssyni, Kristbjörgu Bergsdóttur, Olgu Friðriksdóttur, Sigrúnu Björnsdóttur og Þorgeir Gunnarssyni.

"Það kom skemmtilega á óvart hve fljótt fólk brást við og hve margir styrktu verkefnið. Við viljum þakka öllum þeim sem styrktu UMF Austra og erum þeim ævinlega þakklát.

Okkur hefur verið bent á að heiti potturinn, sem var, hafi verið mikið notaður af gestum og áhugi sé á að fá annan. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að skoða það mál áfram" segir Nanna. 

Enn er hægt að leggja verkefninu lið, bankaupplýsingar UMFL Austra eru 0179-05-000110 Kt: 570785-0369

Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744