Penninn á lofti hjá Völsungum

Á dögunum skrifuðu níu ungar knattspyrnukonur undir samning við meistarflokk Völsungs þess efnis að þær munu leika með liðinu næstu tvö árin.

Penninn á lofti hjá Völsungum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 244

Á dögunum skrifuðu níu ungar knattspyrnukonur undir samning við meistarflokk Völsungs þess efnis að þær munu leika með liðinu næstu tvö árin.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þær Elfa Mjöll Jónsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir, Sylvía Lind Henrýsdóttir, Hildur Anna Brynjarsdóttir, Fríða Katrín Árnadóttir, Guðrún Þóra Geirsdóttir, Marta Sóley Sigmarsdóttir, Brynja Ósk Baldvinsdóttir og Lára Hlín Svavarsdóttir.

Á fésbókarsíðu Græan hersins segir að það sé alltaf gleðiefni þegar ungir og efnilegir leikmenn ganga með formlegum hætti í samstarf við félagið sitt.

Áfram Völsungur.

Ljósmynd - Aðsend

Leikmennirnir eru frá vinstri séð: Elfa Mjöll Jónsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir, Sylvía Lind Henrýsdóttir, Hildur Anna Brynjarsdóttir, Fríða Katrín Árnadóttir, Guðrún Þóra Geirsdóttir, Marta Sóley Sigmarsdóttir og Brynja Ósk Baldvinsdóttir. Á myndina vantar Láru Hlín Svavarsdóttur.

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744