PCC fær lóðir undir 11 parhús í Holtahverfi

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum samkomulag við PCC Seaviews Residenses um úthlutun lóða til fyrirtækisins í Holtahverfi á Húsavík.

PCC fær lóðir undir 11 parhús í Holtahverfi
Almennt - - Lestrar 801

Holtahverfið á Húsavík.
Holtahverfið á Húsavík.

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum samkomulag við PCC Seaviews Residenses um úthlutun lóða til fyrirtækisins í Holtahverfi á Húsavík.

Fyrirtækið fær úthlutað lóðum fyrir 11 parhús innan hverfisins og mun samkvæmt samkomulaginu við sveitarfélagið ljúka framkvæmdum við uppbyggingu parhúsanna á næstu sex til átta mánuðum.



Á móti mun sveitarfélagið hefjast handa við gatnagerð svo fljótt sem verða má á grundvelli útboðs frá sl. sumri.


Fundargerð byggðarráðs má lesa hér 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744