PCC á Bakka hefur óveruleg áhrif á umhverfiđ

Allar mćlingar í umhverfisvöktun hjá PCC BakkiSilicon hf. eru langt undir viđmiđunarmörkum.

PCC á Bakka hefur óveruleg áhrif á umhverfiđ
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 116

Kísilver PCC á Bakka.
Kísilver PCC á Bakka.

Allar mćlingar í umhverfisvöktun hjá PCC BakkiSilicon hf. eru langt undir viđmiđunarmörkum.

Ţetta kom fram á fjölmennum fundi Umhverfisstofnunar á Húsavík í gćr ţar sem kynntar voru niđurstöđur eftirlits stofnunarinnar og umhverfis-vöktunar hjá PCC á Bakka fyrir áriđ 2018.

Rúv.is greinir frá:

Eva Yngvadóttir, efnaverkfrćđingur hjá Eflu verkfrćđistofu, kynnti niđurstöđur umhverfisvöktunarinnar. Í skýrslunni segir ađ niđurstöđur mćlinga á loftgćđum séu í öllum tilvikum undir umhverfismörkum sem gefin eru í reglugerđ. Niđurstöđur efnamćlinga í ám og vötnum séu í öllum tilvikum undir skilgreindum umhverfismörkum, ţar sem mjög lítil eđa engin hćtta sé á áhrifum á viđkvćmt lífríki. Ţá sé ástand gróđurs almennt nokkuđ gott.

Eva segir bakgrunnsmćlingar hafa veriđ gerđar áđur en starfsemi var hafin í verksmiđjunni og allar mćlingar séu sambćrilegar viđ ţađ sem ţá var. Ţađ sé ţví hćgt ađ segja ađ áhrif verksmiđjunnar á umhverfiđ í dag séu óveruleg.

Spurđ ađ ţví hvort hún telji líkur á ađ ţađ breytist ţegar verksmiđjan verđi komin í fullan rekstur telur hún svo ekki vera, mćlingarnar séu svo langt undir viđmiđunarmörkum ađ mikiđ ţurfi ađ breytast svo ţađ gerist. Ţađ verđi ţó spennandi ađ sjá tölur fyrir áriđ 2019 sem verđi fyrsta heila starfsáriđ.

Einar Halldórsson, verkfrćđingur hjá Umhverfisstofnun, segir ţrjú frávik frá starfsleyfi hafa komiđ upp. Úrbótaáćtlun hafi borist svo ţau mál séu í farvegi. Hann segir frávikin hafa veriđ minniháttar, vegna ađgengis ađ svćđinu, olíuúrgangs sem var ekki á geymslusvćđi og vegna kísilryks sem borist hafđi út fyrir verksmiđjuna međ vatni. Ţessi frávik hafi ekki áhrif á starfsleyfi PCC og ţađ hafi ekki komiđ til umrćđu ađ endurskođa ţađ. Ţessi ţrjú frávik og nokkrar ábendingar sem hafi komiđ fram í skýrslum séu einu athugasemdir umhverfisstofnunar viđ starfsemi PCC á Bakka.

Erfiđlega hefur gengiđ ađ koma verksmiđjunni í full afköst vegna endurtekinna bilana međal annars á rykhreinsibúnađi. Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC, segir jafnan og ţéttan stíganda vera í framleiđslunni núna og ađ framleiđslumet hafi veriđ sett í ágúst. Nú sé framleiđslan um 80 tonn á dag en planiđ sé ađ vera komin í full afköst og stöđugan rekstur um áramót. „Ég er mjög bjartsýnn ađ eđlisfari og veit ađ ţetta mun hafast,“ segir Rúnar.

Fjárhagsstađan er ţröng og leitar félagiđ nú ađ allt fimm milljarđa króna fjármögnun til ađ styrkja reksturinn. Rúnar segir ţađ vera í ferli, hann sé viss um ađ fjármögnun náist en ţađ muni skýrast á nćstu vikum.

Nú hafa mörg áföll duniđ yfir, hvernig líđur forstjóranum?

„Mér liđur vel, ţađ eru endalausar áskoranir en ég sofna alveg á kvöldin,“ segir Rúnar ađ lokum. 

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Fv. Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun, Eva Yngvadóttir frá Eflu og Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Vel var mćtt til fundarins. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744