Opnun gagnatorgs Norðurþings

Á vef Norðurþings hefur verið opnað Gagnatorg þar sem nálgast má upplýsingar um íbúatölur, fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins og rekstrartölur

Opnun gagnatorgs Norðurþings
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 209

Á vef Norðurþings hefur verið opnað Gagnatorg þar sem nálgast má upplýsingar um íbúatölur, fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins og rekstrartölur málaflokka síðustu þrjú ár.

Á vef Norðurþings segir að markmiðið með Gagnatorginu sé að gera upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins aðgengilegri og að auka gagnsæi í fjármálum og stjórnsýslu. Upplýsingarnar birtast meðal annars með myndrænni framsetningu í súlu- og línuritum.

Gagnatorgið er í stöðugri þróun og verður upplýsingum bætt þar inn jafnóðum og þær liggja fyrir. Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda á netfangið nordurthing@nordurthing.is  

"Er það von okkar að íbúar og aðrir hafi gagn og gaman af þeirri viðbót sem gagnatorgið er við upplýsingagjöf sveitarfélagsins" segir á vef Norðurþings en hér má finna tengil á Gagnatorgið

Á næstu dögum verður virkjaður tengill á gagnatorgið á forsíðuvef Norðurþings. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744