Nýtt merki Demantshringsins kynnt

Markaðsstofa Norðurlands kynnt nýtt merki Demantshringsins, Diamond Circle, á opnum fundi á Sel Hótel í Mývatnssveit í dag.

Nýtt merki Demantshringsins kynnt
Fréttatilkynning - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 170

Markaðsstofa Norðurlands kynnt nýtt merki Demantshringsins, Diamond Circle, á opnum fundi á Sel Hótel í Mývatnssveit í dag.

Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum.

„Við byrjuðum á að skoða hvað hringur er í raun og hvernig hann tengist demanti, hvernig hægt væri að finna samnefnarara fyrir þetta tvennt.

Okkar niðurstaða var „eilífð“ og táknið fyrir hana, óendanleikann,“ segir meðal annars í vörumerkjahandbók Demantshringsins. Þetta endurspeglast í merkinu, sem sjá má hér fyrir neðan.

Demantshringurinn

Í dag var einnig kynnt sérstakt kort sem var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun.

Demantshringurinn

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning í maí á þessu ári um notkun á heitinu Diamond Circle, sem fól í sér að MN myndi gera greiningu á innviðum á leiðinni, búa til vörumerki og efla markaðssetningu.

Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar skapast enn betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum.

Smelltu hér til að skoða glærukynningu frá fundinum.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744