Nýr hjúkrunarforstjóri á Þórshöfn

Nýr hjúkrunarforstjóri kom til starfa í dag 21. september á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn.

Nýr hjúkrunarforstjóri á Þórshöfn
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 278

Karítas Ósk Agnarsdóttir
Karítas Ósk Agnarsdóttir

Nýr hjúkrunarforstjóri kom til starfa í dag 21. september á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn.

Hún heitir Karítas Ósk Agnars-dóttir uppalin á Þórshöfn, og útskrifaðist með hjúkrunarfræði-menntun frá Háskólanum á Akureyri, með fyrstu einkunn, vorið 2015.

Síðan þá hefur hún unnið á sjúkradeild FSN á Neskaupstað.

Á heimasíðu Langanesbyggðar er henni óskað velfarnaðar í starfi og hún og fjölskyldu hennar boðin velkomin.

 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744