Nýbreytni hjá Völsungi - Félagsskírteini veitir afslátt

Sú nýbreytni fylgir nú hverju greiddu félagsgjaldi til Völsungs ađ félagsskírteini fylgir međ sem veitir afslátt hjá ýmsum samstarfsađilum félagsins.

Nýbreytni hjá Völsungi - Félagsskírteini veitir afslátt
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 329

Villi Páls tekur viđ félagsskírteini Völsungs.
Villi Páls tekur viđ félagsskírteini Völsungs.

Sú nýbreytni fylgir nú hverju greiddu félagsgjaldi til Völsungs ađ félagsskírteini fylgir međ sem veitir afslátt hjá ýmsum samstarfsađilum félagsins.

Skírteinin er númeruđ međ nafni og kennitölu og var fyrsta kortiđ afhent nú í morgun.

ţá afhenti Jónas Halldór Friđriksson Vilhjálmi Pálssyni heiđursfélaga Völsungs fyrsta kortiđ og er hann ţar af leiđandi međ félagsskírteini númer 1.

Völsungur er fjölgreina íţróttafélag sem heldur úti skipulögđu íţróttastarfi fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Ţar ađ auki er rekiđ metnađarfullt afreksstarf innan félagsins. Um áramótin 2018/2019 voru iđkendur í skipulögđu starfi félagsins samtals 496. 

Um leiđ og Völsungur rekur öflugt og vel skipulagt íţróttastarf ţá er félagstarfiđ gríđarlega mikilvćgur ţáttur í starfi félagsins. Ţađ er gaman ađ vera virkur félagi í skemmtilegu félagsstarfi líkt og Völsungur er. Ţađ er gaman ađ geta tekiđ ţátt í skemmtilegum félagsskap sem stuđlar ađ góđri umgjörđ í kringum öflugt og gott íţróttastarf.

Félagskort Völsungs veitir afslćtti hjá eftirfarandi stuđningsađilum:

 • Garđarshólmi - 15% af fatnađi
 • Sjóböđin - 15% afsláttur af almennu miđaverđi
 • Salka - 20% afsláttur af matseđli
 • Naustiđ - 10% afsláttur af matseđli
 • Lemon - 15% afsláttur
 • Fosshótel - 15% afsláttur af mat á matseđli
 • Skóbúđ Húsavíkur - 10% afsláttur
 • Salvía - 10% afsláttur
 • Fatahreinsun Húsavíkur - 10% afsláttur af merkingum á Völsungsvörum
 • 50% afsláttur af salarleigu í vallarhúsi - Gjaldskrá fyrir sal í vallarhúsi má finna HÉR.
Ţar ađ auki er Vallarhúsiđ opiđ alla virka daga og flestar helgar. Alltaf er heitt á könnunni ásamt ţví sem félagiđ er međ allar íţróttaáskriftir sem eru í bođi á Íslandi.

 


 • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744