Ný verslun opnar á Kópaskeri

Ný verslun opnar á Kópaskeri á Jónsmessu og þar með geta heimamenn og nærsveitungar verslað aftur í heimabyggð.

Ný verslun opnar á Kópaskeri
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 381

Frá Kópaskeri.
Frá Kópaskeri.

Ný verslun opnar á Kópaskeri á Jónsmessu og þar með geta heimamenn og nærsveitungar verslað aftur í heimabyggð.

Í frétt á vef Rúv segir að nýju kaupmennirnir séu bjartsýnir á að heimamenn taki þeim vel.
 
Einu versluninni á Kópaskeri var lokað um síðustu áramót og síðan þá hafa íbúar þurft að fara um langan veg eftir mat og öðrum nauðsynjavörum. Til að tryggja áframhaldandi verslunarrekstur í þorpinu stofnuðu íbúarnir hlutafélag í vetur og keyptu verslunarhúsnæðið sem var svo auglýst til leigu undir rekstur dagvöruverslunar. Þessi auglýsing kitlaði hjónin Guðmund Baldursson og Ingu Sigurðardóttur í Reykjavík sem eru nú byrjuð að pakka niður fyrir flutninga norður í land.
 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744