Ný leikskólabygging vígđ í Mývatnssveit

Leikskólinn Ylur í Mývatnssveit vígđi nýja leikskólabyggingu formlega á fimmtudaginn ađ viđstöddu fjölmenni.

Ný leikskólabygging vígđ í Mývatnssveit
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 229

Leikskólinn Ylur í Mývatnssveit vígđi nýja leikskólabyggingu formlega á fimmtudaginn ađ viđstöddu fjölmenni.

Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri stjórnađi vígslunni og Alma Dröfn Benediktsdóttir formađur skólanefndar og Ţorsteinn sveitarstjóri fluttu ávörp.

Frá ţessu segir á heimasíđu Skútustađahrepps.

Ţorsteinn hvatti Mývetninga til ađ vera duglega viđ barneignir til ađ fylla nýja leikskólann og auka á hamingju sveitunga. Ólafur Ragnarsson eigandi verktakans Húsheildar ehf. fćrđi leikskólanum gjöf í tilefni dagsins eđa hitaskáp og fćrum viđ honum bestu ţakkir fyrir ţessa höfđinglegu gjöf.

Tímamót urđu í sögu leikskólans Yls fimmtudaginn 17. október s.l. ţegar ný leikskólabygging var tekin í notkun. Framkvćmdir hófust síđasta vor en verktakinn Húsheild ehf. skilađi leikskólanum af sér samkvćmt áćtlun upp á dag. Óhćtt er ađ segja ađ nýja byggingin sé bylting fyrir starfsemi leikskólans.

Um er ađ rćđa timburhús á einni hćđ, byggt á steyptri plötu, viđ grunnskólann. Nýbyggingin inniheldur m.a. ţrjú deildarrými. Samhliđa nýbyggingu var skipulagi eldri byggingar breytt ţannig ađ ţar er sérkennslu/fundarherbergi auk skrifstofu leikskólastjóra og undirbúningsher-bergis. Hreinlćtisađstađa barna er endurbćtt og bćtt viđ snyrtingu í forstofu. Heildarkostnađur viđ byggingu leikskólans var um 62 m.kr.

Forstofa leikskólans var fćrđ og útbúin ţurrkađstađa međ skápum. Heildarstarfssvćđi leikskóla er 226 ferm. auk ađgengis ađ snyrtingu fyrir hreyfihamlađa í grunnskólabyggingu. Leik- og kennslurými ásamt sérkennsluađstöđu er 107,7 ferm. Í leikskólanum er nýtt fráveitukerfi, ţ.e. ađskiliđ svartvatn og grávatn.

Vel  var mćtt viđ vígsluna enda hátíđisdagur í sögu sveitarfélagsins ţví nú er ađstađa leikskólans til fyrirmyndar. 

Á međfylgjandi mynd eru v.v. Ólafur Ragnarsson verktaki og framkvćmdastjóri Húsheildar ehf., Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Alma Dröfn Benediktsdóttir formađur skólanefndar og Ţorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744