Ný Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps

Sveitarstjórn Skútustađahrepps hefur samţykkt Fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins sem er mikiđ gleđiefni ađ ţví er segir í tilkynningu á heimasíđu

Ný Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 57

Sveitarstjórn Skútustađahrepps hefur samţykkt Fjölmenningar-stefnu sveitarfélagsins sem er mikiđ gleđiefni ađ ţví er segir í frétt á heimasíđu ţess.

Ţar segir:

"Um fjórđungur íbúa hér í sveit eru erlendir ríkisborgarar og ţví skiptir okkur mjög miklu máli ađ bjóđa ţau velkomin í sveitarfélagiđ og eiga sem best tengsl og samstarf viđ ţessa frábćru viđbót viđ mannlífiđ í Mývatnssveit ţar sem fjölbreytileikinn blómstrar".

Fjölmenningarstefnan á sér langan ađdraganda en mikill metnađur hefur veriđ lagđur í vinnuna. Í nóvember 2018 var samţykkt í velferđar- og menningarmálanefnd ađ skipa stýrihóp til ţess ađ vinna fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagiđ. Í hópnum voru:

  • Verkefnastjóri: Arnţrúđur Dagsdóttir starfsmađur Ţekkinganets Ţingeyinga.
  • Fulltrúi velferđar- og menningarmálanefndar: Ólafur Ţröstur Stefánsson.
  • Fulltrúi grunn- og leikskóla: Sólveig Jónsdóttir.
  • Fulltrúi nýrra íbúa: Eva Humlova.
  • Fulltrúi atvinnulífsins: Ingibjörg Björnsdóttir.
  • Einnig sat sveitarstjóri fundi nefndarinnar.

Áćtlađ var ađ nefndin myndi skila af sér stefnunni til umsagnar haustiđ 2019.

Í ferlinu var m.a. haldinn vel heppnađur íbúafundur ţar sem ađsókn var mjög góđ, stýrihópurinn fékk kynningar og fyrirlestra m.a. frá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirđi, rýndi í fjölmenningarstefnur annarra sveitarfélaga, var í góđu samstarfi viđ

fjölmenningarfulltrúa Norđurţings o.fl. Ţegar fyrstu drög ađ stefnunni voru tilbúin fór hún jafnframt í opinbert umsagnarferli á međal íbúa sveitarfélagsins. Engar athugasemdir bárust. Fjölmenningarstefnan er uppbyggđ eins og stefnumótunarplagg. Gildi sveitarfélagsins eru lögđ til grundvallar, lagt er upp međ leiđarljós, markmiđ og framtíđarsýn og tímasett og mćlanleg ađgerđaráćtlun.

Í inngangi Fjölmenningarstefnunnar segir m.a. ađ allir íbúar sveitarfélagsins skulu njóta fjölbreytts mannlífs og menningu ţar sem samkennd, jafnrétti, víđsýni og gagnkvćm virđing einkennir samskipti fólks. Starfsmenn Skútustađahrepps skulu ávallt leitast viđ ađ bjóđa öllum íbúum sveitarfélagsins sömu ţjónustu óháđ ţjóđerni ţeirra og uppruna.

Stofnanir sveitarfélagsins geri ráđ fyrir ólíkum forsendum fólks og komi til móts viđ sérstakar ţarfir ţeirra ţannig ađ ţeir geti í hvarvetna veriđ virkir ţátttakendur. Óheimilt er ađ mismuna fólki vegna aldurs, kyns, uppruna, ćtternis eđa trúarbragđa.

Ađgerđaráćtluninni er skipt upp í ţrjá kafla, ţ.e. sá fyrsti fjallar um ţjónustu sveitarfélagsins sem skal vera öllum ađgengileg, annar kaflinn fjallar um gott mannlíf og sá ţriđji um skólamál.

Sveitarstjórn lýsti yfir ánćgju sinni međ stefnuna og samţykkti hana samhljóđa á fundi sínum í gćr.

Í samrćmi viđ nýsamţykkta Fjölmenningarstefnu varđ sveitarstjórn sammála um ađ taka upp viđrćđur viđ sveitarstjórnir Ţingeyjarsveitar og Norđurţings um sameiginlegan fjölmenningarfulltrúa og vísađi málinu í framhaldi af ţví til gerđar fjárhagsáćtlunar.

Fjölmenningarstefna Skútustađahrepps


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744