Norðursigling afhendir föt fyrir Hrókinn í Ittoqqortoormiit

Áhöfnin á skútu Norðursiglingar, Hildi, tók nýlega að sér að ferja fatasendingu frá Húsavík til þorpsins Ittoqqortoormiit á austurströnd Grænlands.

Norðursigling afhendir föt fyrir Hrókinn í Ittoqqortoormiit
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 269

Áhöfnin á skútu Norðursiglingar, Hildi, tók nýlega að sér að ferja fatasendingu frá Húsavík til þorpsins Ittoqqortoormiit á austurströnd Grænlands.

Það er Skákfélagið Hrókurinn í Reykjavík sem stendur á bak við þessa fatasendingu sem ætluð er íbúum í þorpinu sem margir hverjir búa við bág kjör.

Skútur Norðursiglingar hafa á leið sinni frá Húsavík að austurströnd Grænlands flutt fatasendingar með sambærilegum hætti mörg undanfarin ár.

Fötin koma að góðum notum í hinu afskekkta þorpi og á Fésbókarsíðu Norðursiglingar segir að það sé heiður fyrir fyrirtækið að taka þátt í þessu verkefni með Hróknum enn eitt árið.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744