Nettóverslun opnaði á Húsavík í dag

Ný Nettóverslun var opnuð í dag að Garðarsbraut 64 þar sem Samkaup Úrval var áður til húsa.

Nettóverslun opnaði á Húsavík í dag
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 546

Kristján Þór klippti á borðann.
Kristján Þór klippti á borðann.

Ný Nettóverslun var opnuð í dag að Garðarsbraut 64 þar sem Samkaup Úrval var áður til húsa

Fjölmenni var við opnunina en Kristján Þór Magnússon sveitar-stjóri Norðurþings klippti á borða og opnaði verslunina formlega.

Þetta er 13. Nettóverslunin á landinu og er Laufey Marta Einarsdóttir verslunarstjóri hennar.

Fram kom í máli Gunnars Egils Sigurðssonar forstöðumanns verslunarsviðs Samkaupa að Húsavík ætti sér langa sögu í verslun og þjónustu og því væri það mikið gleðiefni að opna hér svo glæsilega verslun sem raun ber vitni.

Hann sagði að væntingar fyrirtækisins hefðu verið til þess að opna 1000 fermetra verslun í hjarta Húsavíkur. En þegar þeim framkvæmdum hefði verið slegið á frest sá fyrirtækið þann kost vænlegastan að ráðast í þessar breytingar núna og í framhaldinu á Garðarsbraut 5 þar sem verslunin Kaskó er til húsa.

Við þetta tækifæri veitti Samkaup nokkra styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs í bænum.  

Þeir sem styrkina hlutu voru Æskulýðsdeild hestamannafélagsins Grana, Fimleikadeild Völsungs, Bocciadeild Völsungs, Miðjan hæfingarmiðstöð og Golfklúbbur Húsavíkur.

 

Nettóverslun opnuð á Húsavík

Íris Waitz tók við styrknum fyrir hönd æskulýðsdeildar hestamannafélagsins Grana sem Gunnar Egill afhenti. Til fróðleiks má geta þess að hann er ættaður frá Húsavík. Sonur Sigurðar Aðalgeirssonar og Hönnu Salómonsdóttur.

Nettóverslun opnuð á Húsavík

Bjarni Bjarnason tók við styknum fyrir hönd Miðjunnar.

Nettóverslun opnuð á Húsavík

Það var margt um manninn í Nettó í dag og ekki annað að heyra en almenn ánægja væri með breytingarnar.

Nettóverslun opnuð á Húsavík

Eins og oft áður þegar nýjar verslanir eru opnar á Húsavík var Kristbjörn Óskarsson fyrsti viðskiptavinurinn.

Nettóverslun opnuð á Húsavík

Verlsunin er glæsileg og ekki var annað að heyra en viðskipavinir væru ánægðir með breytingarnar.

Nettóverslun opnuð á Húsavík

Boðið var uppá veitingar í Nettó við opnunina auk þess sem fjölmörg opnunartilboð verða í boði um helgina.

Með því að smella á myndirnar er hægtað fletta þeim og skoða í stærri upplausn. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744