Næstu skammtar af Pfizer bóluefninu koma norður 21. janúar

Gert er ráð fyrir að næstu skammtar af Pfizer bóluefninu berist á Norðurlandið á morgun, fimmtudaginn 21. janúar.

Gert er ráð fyrir að næstu skammtar af Pfizer bóluefninu berist á Norðurlandið á morgun, fimmtudaginn 21. janúar.

Þá verða þeir sem eru í dagdvöl, sambýlum og í heimahjúkrun bólusettir ásamt því heilbrigðis-starfsfólki í framlínu sem ekki var bólusett síðast. 

Hægt verður að byrja á því að bólusetja einstaklinga í elsta aldurshópnum og verður bólusett eftir því sem bóluefni berst. Frá þessu segir á vef HSN.

Bólusetningar með seinni skammtinum af Pfizer bóluefninu standa nú yfir á umdæmissvæði HSN fyrir einstaklinga í fyrsta forgangshópi, þ.e. íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum og heilbrigðisstarfsfólki í framlínu.

Fram kemur á vef HSN að bólusetningar gangi vel og er ánægjulegt að sjötti skammturinn næst að jafnaði úr hverju glasi sem nýtist þá til að bólusetja fleiri einstaklinga.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744