Litlar breytingar á kynjahlutföllum starfsmanna Landsvirkjunar og PCC BakkiSilicon

Kynjahlutföll starfsmanna Landsvirkjunar og PCC BakkiSilicon hafa nú verið uppfærð til samræmis við það hvernig þau voru við upphaf ársins 2021.

Þeistareykjavirkjun.
Þeistareykjavirkjun.

Kynjahlutföll starfsmanna Landsvirkjunar og PCC BakkiSilicon hafa nú verið uppfærð til samræmis við það hvernig þau voru við upphaf ársins 2021. 

Í tilkynningu sem Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi, sendi frá sér segir að fjöldi starfsmanna í Kröflustöð sem jafnframt sinnir Þeistareykjavirkjun hafi verið óbreyttur á milli áranna 2020 og 2021.

Við Kröflustöð starfa 25 manns, þar af 22 karlar og 3 konur. Hlutföll kynjanna eru óbreytt á milli ára þar sem 88% starfsmanna eru karlar og 12% konur. 

Hjá PCC BakkiSilicon fækkaði starfsmönnum úr 154 í 57 á milli áranna 2020 og 2021. Áformað hafði verið að stöðva framleiðslu fyrirtækisins í ágúst til að fara í endurbætur á reykhreinsivirki verksmiðjunnar og ofnum hennar.

Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins var framleiðslan hins vegar stöðvuð ótímabundið. Faraldurinn hafði þær afleiðingar að það dró úr eftirspurn eftir kísilmálmi og heimsmarkaðsverð á kísilmálmi lækkaði umtalsvert.

Því var gripið til hópuppsagnar og ótímabundinnar framleiðslustöðvunar í verksmiðjunni. Í júní, um mánuði áður en til framleiðslustöðvunarinnar kom, störfuðu 145 manns hjá fyrirtækinu, þar af 120 karlar (83%) og 25 konur (17%). 

Þróun á kynjahlutfalli starfsmanna Landsvirkjunar og PCC BakkiSilicon má sjá í vísi 1.3 Jafnrétti kynjanna. 

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744