Leikurinn við Huginn verður endurtekinn

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll KSÍ úr­sk­urðaði nú síðdeg­is að viður­eign Hug­ins og Völsungs í 2. deild karla í knatt­spyrnu sem leik­inn var 17. ág­úst á

Leikurinn við Huginn verður endurtekinn
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 380

Leikur Hugins og Völsungs skal endurtekinn.
Leikur Hugins og Völsungs skal endurtekinn.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll KSÍ úr­sk­urðaði nú síðdeg­is að viður­eign Hug­ins og Völsungs í 2. deild karla í knatt­spyrnu sem leik­inn var 17. ág­úst á Seyðis­firði sé ógild­ur og verður hann end­ur­tek­inn á Seyðis­fjarðar­velli.

Völsung­ur kærði leik­inn sem Hug­inn vann 2:1. Völsung­ar kærðu á þeim for­send­um að leikmaður þeirra sem fékk gult spjald á fyrstu mín­útu í upp­bót­ar­tíma hefði í kjöl­farið verið rek­inn af velli þar sem dóm­ar­inn hefði rang­lega talið að hann hefði fengið gula spjaldið fyrr í leikn­um.

Staðan var 1:1 þegar þetta gerðist en leikn­ar voru sex mín­út­ur í upp­bót­ar­tíma og á þeirri fimmtu skoruðu Hug­ins­menn sig­ur­mark sitt í leikn­um, 2:1, rang­lega manni fleiri að mati Hús­vík­inga. Völsung­ar kröfðust þess í kæru sinni að sex síðustu mín­út­ur leiks­ins yrðu leikn­ar aft­ur en til vara að leik­ur­inn í heild færi fram að nýju. Þeir hafa nú fengið það fram. Úrsk­urðinn má lesa HÉR.

Mikið hef­ur gustað um KSÍ vegna máls­ins og gaf Völsung­ur frá sér afar harðorða yf­ir­lýs­ingu á dög­un­um þar sem fé­lagið sak­ar KSÍ um að hafa sent sér hót­un­ar­bréf og ásakað fé­lagið um lyg­ar. (mbl.is)


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744