Leiguverð íbúðarhúsnæðis lækkar á Húsavík

Verkefnisstjórn Gaums sækir árlega upplýsingar til Þjóðskrár um þróun leiguverðs á Húsavík.

Leiguverð íbúðarhúsnæðis lækkar á Húsavík
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 209

Húsavík í dag.
Húsavík í dag.

Verkefnisstjórn Gaums sækir árlega upplýsingar til Þjóð-skrár um þróun leiguverðs á Húsavík.

Upplýsingar um leiguverð byggja á þinglýstum leigusamningum hvert ár. 

Þær forsendur sem eru notaðar þegar gögn eru sótt á Þjóðskrá eru herbergjafjöldi á bilinu 2-6 herbergi, stærð á bilinu 40-250 m2 og byggingarár frá 1920. 

Ef þróun leiguverðs er skoðuð frá því að vöktun hófst á vettvangi Gaums má sjá að fermetraverð hefur hækkað um 72% á Húsavík. Við upphaf vöktunar var fermetraverðið 765 krónur en var á árinu 2019; 1313 krónur. Hæst var fermetraverðið árið 2018 eða 1553 krónur og hefur verðið því lækkað um 240 krónur á milli ára.

Upplýsingar um leiguverð utan Húsavíkur eru ekki birtar þar sem afar fáir þinglýstir leigusamningar eru utan Húsavíkur á vöktunarsvæðinu.

Ljósmynd - Aðsend


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744