Kvartað vegna ástands göngustígsin í Villasneiðingnum

Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings í gær lá fyrir kvörtun vegna ástands göngustígsins í sneiðingnum milli Héðinsbrautar og Höfðavegar.

Kvartað vegna ástands göngustígsin í Villasneiðingnum
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 218

Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings í gær lá fyrir kvörtun vegna ástands göngustígsins í Villasneiðingnum milli Héðinsbrautar og Höfðavegar.

"Steinar eru lausir á gönguleiðinni og geta valdið hættu á að börn/fólk hrasi og slasi sig.
 
Mikil umferð gangandi fólks er um "Sneiðinginn" bæði af Höfðavegi-num og Brekkunum. 

Fólk hefur verið að setja steina uppá körin sem eru líka hlaðin og þeim hefur ekki verið viðhaldið" segir í kvörtuninni.
 
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkaði erindið og fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna aðstæður og sjá til þess að öryggi á gangstígnum sé tryggt.

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744