Kristinn Rúnar á leiđ í frambođ – bóndi í bođi!

Kristinn Rúnar Tryggvason bóndi á Hóli í Kelduhverfi býđur sig fram í forvali Framsóknarflokksins í Norđausturkjördćmi fyrir Alţingskosningarnar í haust.

Kristinn Rúnar á leiđ í frambođ – bóndi í bođi!
Fréttatilkynning - - Lestrar 284

Kristinn Rúnar á fáki sínum.
Kristinn Rúnar á fáki sínum.

Kristinn Rúnar Tryggvason bóndi á Hóli í Kelduhverfi býđur sig fram í forvali Framsóknarflokksins í Norđausturkjördćmi fyrir Alţingskosningarnar í haust.

Kristinn Rúnar sem sćkist eftir 2-4 sćti sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag:

Ég heiti Kristinn Rúnar Tryggvason bóndi á Hóli í Kelduhverfi, 53 ára gamall og hlýđi nafninu Rúnar á Hóli. 

Ég hef stađiđ fyrir búrekstri síđan 1989 – hefđbundnum búskap og alls konar öđru međ eins og ferđaţjónustu, gistingu, hestaleigu, verktakastarfsemi í landbúnađi og skólaakstri svo eitthvađ sé nefnt.  Ég hef veriđ virkur í félagsmálum í minni heimabyggđ og meira segja fengiđ ađ syngja međ Karlakórnum Hreim. 

Ţađ sem rekur mig áfram í stjórnmál og áhuga á ţeim er fyrst og fremst byggđamál sem auđvitađ spanna flesta ţćtti samfélagsins eins og t.d. atvinnumál, landbúnađur, samgöngur, fjarskipti, tćkifćri til menntunar, jafnréttismál og svo framvegis.  Ţađ er ađallega byggđaţróunin sem vekur mér ugg og ég hef átt erfitt međ ađ horfa upp á byggđina mína og upplifa ţá hnignun sem ţar hefur átt sér stađ síđustu áratugina. Jafnrétti til búsetu er lykilatriđi og viđ eigum ađ hafa kjark til ađ beita skattkerfinu til ađ ná árangri.

Ég vil leggja mitt af mörkum til ađ reyna ađ snúa ţessu viđ ţví ég trúi ađ viđ sem ţjóđ vćrum mun fátćkari ef byggđ í landinu leggst víđa af eins og allt stefnir í ađ óbreyttu.  Viđ höfum mörg úrrćđi sem ekki hafa veriđ notuđ hérlendis en gćtu snúiđ ţessari ţróun viđ og mun ég fara nánar út í ţađ í pistlum og greinum á nćstunni.

Ţess vegna hef ég ákveđiđ ađ gefa kost á mér í forvali Framsóknarflokksins í Norđausturkjördćmi til Alţingiskosninga sem fram fara í haust og óska eftir 2 – 4. sćti á lista flokksins og ţćtti afar vćnt um ađ fá ykkar stuđning til ađ fara í ţá baráttu og leggja ţá mitt af mörkum til ađ gera landi og ţjóđ eitthvert gagn.

Ţeir sem vilja styđja mig geta skráđ sig í Framsóknarflokkinn til 30. janúar á heimasíđu flokksins https://framsokn.is/nyjast/frettir/taka-thatt/

Val á lista fer fram í póstkosningu 1. til 31. mars nk.  Atkvćđisrétt hafa flokksbundnir Framsóknarmenn í kjördćminu.

Hvet ykkur til ađ hafa samband hvenćr sem er í gegnum Facebook, tölvupóst runaraholi@gmail.com eđa síma 846-3835 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744