Komu færandi hendi í Hvamm

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur komu færandi hendi í Hvamm, heimili aldraða á Húsavík, í gær og afhentu þar 902.892 krónur að gjöf.

Komu færandi hendi í Hvamm
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 632

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur.
Kristín og Helga Guðrún Helgadætur.

Kristín og Helga Guðrún Helga-dætur komu færandi hendi í Hvamm, heimili aldraða á Húsavík, í gær og afhentu þar 902.892 krónur að gjöf.

Peningurinn er afrakstur nytjamarkaðar sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.

Fram kom í máli Kristínar við þetta tækifæri að ósk þeirra systra væri að þessi peningur yrði nýttur til skemmtunar og afþreyingar fyrir heimilisfólkið. S.s með aðkeyptum tónlistar- og menningarviðburðum.

Ljósmynd 640.is

Emilía Harðardóttir formaður gjafasjóðs Hvamms tók við gjöfinni ásamt Vilborgu Sverrisdóttur gjaldkera sjóðsins.

Fv. Vilborg, Emilía, Kristín og Helga Guðrún.

Ljósmynd 640.is

Boðið var upp á tónlistaratriði frá Tónasmiðjunni auk þess sem heimilsmenn fengu knallþóru með kaffinu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744